Vinnufundur þriggja ráðuneyta um aðgerðir gegn ofbeldi
Markmið vinnufundarins var að fá þátttakendur til að sameina þekkingu sína og krafta og leggja með því grunn að aðgerðaáætlun gegn ofbeldi í íslensku samfélagi. Umræðuefni voru tekin fyrir í vinnuhópum og voru umræðuefnin: Vakning – forvarnir og fræðsla; valdefling – samstarf og samhæfing og í þriðja lagi viðbrögð – verklag og málsmeðferð. Vinnuhóparnir fjölluðu allir um öll þrjú umræðuefnin og í lok fundarins fluttu skýrslugjafar samantektir frá umræðunum. Í framhaldi af fundinum mun stýrihópur vinna úr niðurstöðunum.
Frá vinnufundi um aðgerðir gegn ofbeldi.