Hoppa yfir valmynd
7. nóvember 2012 Utanríkisráðuneytið

IPA landsáætlun fyrir 2012 birt

IPA landsáætlun fyrir árið 2012 hefur verið birt á vef utanríkisráðuneytisins. Auk verkefna er miða að því að styrkja innviði stjórnsýslunnar er í þessari áætlun lögð sérstök áhersla á að undirbúa þátttöku í starfi byggða- og uppbyggingarsjóða Evrópusambandsins.

Á landsáætlun 2012 verður u.þ.b. 8,3 milljónir evra ráðstafað til verkefna á sviði atvinnuþróunar og byggðarmála annars vegar og velferðar- og vinnumarkaðsmála hins vegar. Auglýst var eftir hugmyndum að verkefnum í lok ágúst og hafa kynningarfundir og námskeið í gerð umsókna á vegum Byggðastofnunar og Rannís farið fram um land allt.

Miðað er við að styrkja allt að 20 verkefni. Hámarksstyrkur til sérhvers verkefnis getur numið allt að einni milljón evra eða um 160 milljónum króna en lágmarksstyrkur er 200 þús. evra. Verkefnin skulu taka mið af „Ísland 2020“ stefnumörkuninni og vera unnin í samstarfi a.m.k. þriggja aðila. Umsóknarfrestur er til 30. nóvember.

Önnur verkefni á landsáætlun 2012 eru annar vegar fólgin í stuðningi við innleiðingu á vatna- og flóðatilskipun ESB og hins vegar í að íslenska regluverk sambandsins. Landsáætlun 2012 er svipuð að umfangi og landsáætlunin 2011. Dæmi um verkefni á þeirri áætlun eru gerð þjóðhagsreikninga hjá Hagstofu Íslands, kortlagning Náttúrufræðistofnunar á vistkerfi og fuglalífi á Íslandi og þýðingar á regluverki ESB á íslensku.

Á landsáætlun 2011 voru ennfremur styrkt tvö tilraunaverkefni. Annars vegar fékk Fræðslumiðstöð atvinnulífsins styrk til að efla starfshæfni fullorðinna með litla eða enga formlega menntun. Hins vegar fékk Háskólafélag Suðurlands styrk til að vinna að verkefninu Katla jarðvangur sem felur meðal annars í sér þróunaráætlun fyrir Eyjafjallajökulssvæðið og uppbyggingu á þekkingarsetri um svæðið.

IPA landsáætlun 2012 er hér (á ensku)
Upplýsingar um IPA-verkefnistillögur fyrir árið 2012 eru hér

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta