Opnun sýningarinnar "Retour d'Islande"
Bernard Alligand hefur sótt innblástur í íslenska náttúru í tvo áratugi og nýtir hraun og sand í listsköpun sína. Hann hefur einnig gert bókverk með frumsömdum texta ljóðskálda á íslensku og á frönsku, þ.á.m. Sigurðar Pálssonar heitnum (Rituel des sens og Jardin - Garðurinn) og Sigurðar Ingólfssonar (La pierre - Klöpp). Stuttmynd eftir Axel Clévenot um samvinnu Bernard Alligands og Sigurðar Ingólfssonar á Íslandi, var einnig til sýnis í móttökunni.
Sýningin stendur til 15. febrúar 2024.