Hoppa yfir valmynd
14. maí 2024

Forsetakosningar 2024

Sendiráðið í Kaupmannahöfn vekur athygli á eftirfarandi vegna utankjörfundaratkvæðagreiðslu í maímánuði.

Hægt verður að kjósa í sendiráðinu frá 2. maí innan venjulegs opnunartíma en sendiráðið mun einnig bjóða upp á auka opnunartíma eftirfarandi daga:

-Laugardaginn 4. maí kl. 10-14

-Þriðjudaginn 7. maí kl. 16-19

-Laugardaginn 11. maí kl. 10-14

-Fimmtudaginn 16. maí kl 16-19

-Miðvikudaginn 22. maí kl. 16-19

-Laugardaginn 25. maí kl. 10-14

Ekki er þörf á að panta tíma til að koma að kjósa en myndast geta biðraðir og biðjum við fólk vinsamlegast að sýna því skilning. 
Kjósendur þurfa að framvísa persónuskilríkjum með mynd, helst íslensku vegabréfi, ökuskírteini eða nafnskírteini.

Mikilvæg atriði og praktískar upplýsingar sem við bendum á:

-Við mælum eindregið með að kjósendur kynni sér uplýsingar um fyrirkomulag kosninga utan kjörfundar en hægt er að finna upplýsingar á Ísland.is 

Atriði varðandi það hvort kjósandi sé á kjörskrá:

Eftir breytingar á kosningalögum halda íslenskir ríkisborgarar nú kosningarétti sínum í 16 ár í staðinn fyrir 8 ár eftir flutning til útlanda.

Íslenskir ríkisborgarar sem hafa átt lögheimili erlendis lengur en 16 ár (talið frá 1. desember árið áður en kosningar eru haldnar) hefðu þurft að sækja um að verða teknir á kjörskrá fyrir 1. des 2023 til að geta kosið í komandi forsetakosningum.

Frekari upplýsingar má finna hjá Þjóðskrá.

Ef kjósendur eru í vafa um hvort þeir séu á kjörskrá, verður hægt að fletta kennitölu sinni upp hjá Þjóðskrá eftir 26. apríl til að athuga hvort viðkomandi sé á kjörskrá. Hvetjum við kjósendur eindregið til að gera það fyrirfram ef þeir eru í vafa. 

Hvernig kem ég atkvæði mínu til skila:

Skv. kosningalögum ber kjósandi sjálfur ábyrgð á því að koma atkvæði sínu á réttan stað
.

Hægt er að setja bréfið í póst eða afhenda það einhverjum sem kjósandi felur að koma til skila.

Ástæða er að vekja athygli á að póstþjónusta tekur orðið lengri tíma en áður og mælum við með því að kjósa tímanlega ef kjósandi ætlar sér að setja atkvæði sitt í almennan póst.

Kjörstjóra (þ.m.t sendiráðum) er skylt að koma atkvæðinu í almennan póst ef kjósandi óskar þess en kjörstjóri getur þó ekki tryggt að atkvæðið berist í tæka tíð.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta