Rafræn lyfjaskírteini auka hagræði og öryggi sjúklinga
Öll apótek í landinu hafa nú verið tengd við réttindakerfi Sjúkratrygginga Íslands. Þar með hafa apótekin ávallt nýjustu upplýsingar um rétt fólks til greiðsluþátttöku sjúkratrygginga vegna lyfjakaupa og hvort viðkomandi njóti þeirra afsláttarkjara sem fylgja lyfjaskírteinum.
Lyfjaskírteini auka greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði umfram almennar reglur og eru gefin út á grundvelli læknisfræðilegs mats. Með rafrænni tengingu allra apóteka við réttindakerfi Sjúkratrygginga Íslands er útgáfa lyfjaskírteina á pappír orðin óþörf og verður útgáfu þeirra hætt 10. febrúar næstkomandi.
Einstaklingar hafa sjálfir aðgang að upplýsingum um stöðu sína gagnvart sjúkratryggingum og um afgreiðslu lyfjaskírteinis í gegnum Réttindagátt (mínar síður) sem er aðgengileg á vef stofnunarinnar www.sjukra.is
Nánar er sagt frá rafrænum lyfjaskírteinum í frétt á vef Sjúkratrygginga Íslands. Þar má einnig sjá dæmi um birtingu lyfjaskírteinis í Réttindagátt auk upplýsinga um innskráningu í gáttina og almennar upplýsingar um lyfjaskírteini.
Frétt um rafræn lyfjaskírteini á vef Sjúkratrygginga Íslands