Málþingið Undirstaða þekkingarþjóðfélagsins - Staða og stefnumótun í menntarannsóknum þann 28.02.2005
Málþingið Undirstaða þekkingarþjóðfélagsins: Staða og stefnumótun í menntarannsóknum verður haldið 28. febrúar 2005
Málþingið er á vegum menntamálaráðuneytis og Rannís, í samvinnu við Kennaraháskóla Íslands. Fyrstu niðurstöður úttektar á rannsóknum á sviði menntunar og fræðslu verða kynntar og gefst fólki kostur á að ræða þær í málstofum sem haldnar verða sama dag. Í málstofunum verður fjallað um háskólarannsóknir, stofnanarannsóknir, þróunarstarf og skóla, og rannsóknir og þróunarstarf á sviði fræðslumála í atvinnulífinu.
Málþingið hefst kl. 13:20 í húsakynnum Kennaraháskólans við Stakkahlíð. Dagskrá er meðfylgjandi en má einnig finna á: http://rannsokn.khi.is/uttektmalthing/Default.htm
Málþingið er öllum opið og aðgangur ókeypis.
Dagskrá ráðstefnunnar (pdf - 40KB)