Hoppa yfir valmynd
23. febrúar 2017 Heilbrigðisráðuneytið

Til umsagnar: Frumvarp gegn misnotkun stera o.fl.

Hér með eru birt til umsagnar drög að frumvarpi til laga um vefjaaukandi efni og lyf sem m.a. er ætlað að sporna við misnotkun stera og vefjaaukandi efna og lyfja. Efni frumvarpsins snýr að ólöglegum innflutningi, framleiðslu, sölu og dreifingu þessari efna en fjallar ekki um neyslu þeirra.

Löggæslu- og eftirlitsaðilar hafa um skeið kallað eftir skýrari reglum til að takast á við brot af þessu tagi og tryggja samræmi í meðferð slíkra mála. Heildstæða löggjöf þessa efnis hefur skort og er með frumvarpinu brugðist við því. Fylgt er sömu hugmyndafræði og Danir hafa gert með sambærilegri lagasetningu og hér er áformuð.

Í frumvarpinu er gert ráð fyrir reglugerðarheimild til ráðherra til að kveða nánar á um þau efni og lyf sem óheimilt er að selja, afhenda, dreifa eða geyma sem og um heimild Lyfjastofnunar til veitingu undanþága vegna nauðsynlegra lyfja.

Auk frumvarpsins fylgir hér með til umsagnar listi yfir vefjaaukandi efni en hann verður viðauki við þá reglugerð sem samkvæmt frumvarpinu er gert ráð fyrir að ráðherra setji.

Frestur til að skila umsögnum rennur út 6. mars. Senda skal umsagnir á netfang ráðuneytisins [email protected] og merkja í efnislínu: Umsögn um frumvarp um vefjaaukandi efni og lyf.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta