Hoppa yfir valmynd
21. desember 2021 Matvælaráðuneytið

Ákvarðanir Fiskistofu um synjun á flutningi í jöfnum skiptum á makríl og botnfiski milli skipa, á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipum yfir á krókaaflamarksbát í A-flokki.

Stjórnsýslukæra

Ráðuneytið vísar til stjórnsýslukæru, dags. 7. janúar 2020, frá [A ehf.] (hér eftir „kærandi“) þar sem kærðar eru til ráðuneytisins sjö ákvarðanir Fiskistofu, dags. 7. október 2019, um synjun á flutningi í jöfnum skiptum á makríl og botnfiski milli skipa, á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipum yfir á krókaaflamarksbát í A-flokki, í sjö aðskildum beiðnum:

1.   Jöfn skipti á milli útgerðanna [B ehf.] og [C hf.] á makríl og botnfiski samkvæmt beiðni dags. 16.09.2019. Skipti milli báts [D] aflam. B-fl. og báts [E] krókam A-fl. Tilvísun 2019-09-27-1931.

2.   Jöfn skipti á milli útgerðanna [B ehf.] og [C hf.] á makríl og botnfiski samkvæmt beiðni dags. 16.09.2019. Skipti milli báts [D] aflam. B-fl. og báts [E] krókam A-fl. Tilvísun 2019-09-30-1934.

3.   Jöfn skipti á milli útgerðanna [B ehf.] og [C hf.] á makríl og botnfiski samkvæmt beiðni dags. 16.09.2019. Skipti milli báts [D] aflam. B-fl. og báts [E] krókam A-fl. Tilvísun 2019-09-30-1935.

4.   Jöfn skipti á milli útgerðanna [B ehf.] og [C hf.] á makríl og botnfiski samkvæmt beiðni dags. 16.09.2019. Skipti milli báts [D] aflam. B-fl. og báts [E] krókam A-fl. Tilvísun 2019-09-30-1936.

5.   Jöfn skipti á milli útgerðanna [B ehf.] og [C hf.] á makríl og botnfiski samkvæmt beiðni dags. 16.09.2019. Skipti milli báts [D] aflam. B-fl. og báts [E] krókam A-fl. Tilvísun 2019-09-30-1937.

6.   Jöfn skipti á milli útgerðanna [B ehf.] og [C hf.] á makríl og botnfiski samkvæmt beiðni dags. 16.09.2019. Skipti milli báts [D] aflam. B-fl. og báts [E] krókam A-fl. Tilvísun 2019-09-30-1940.

7.   Jöfn skipti á milli útgerðanna [B ehf.] og [C hf.] á makríl og botnfiski samkvæmt beiðni dags. 16.09.2019. Skipti milli báts [D] aflam. B-fl. og báts [E] krókam A-fl. Tilvísun 2019-09-30-1946.

Kröfur kæranda

Ráða má af kæru að kærandi krefjist þess að framangreindar ákvarðanir Fiskistofu, dags. 7. október 2019, verði felldar úr gildi og að flutningur aflamarks samkvæmt beiðnunum nái fram að ganga.

Málsatvik og málsástæður

Þann 16. september 2019 óskaði kærandi eftir flutningi á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipum yfir á krókaaflamarksbát í A-flokki í jöfnum skiptum fyrir botnfisk í krókaaflamarki. Kærandi sendi inn tilkynningarnar f.h. útgerðanna [B ehf.] og [C hf.]

Með ákvörðun, dags. 7. október 2019, synjaði Fiskistofa framangreindum beiðnum kæranda um flutning.

Stjórnsýslukæra barst atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu frá kæranda, dags. 7. janúar 2020.

Í kæru segir að í ákvörðun Fiskistofu með beiðnunum hafi það komið fram að Fiskistofa hafi hafnað beiðni um flutning þar sem að krókaaflamarksskipi í A-flokki er ekki heimilt að láta heimildir í krókaaflamarki í skiptum fyrir makríl til skips sem er aflamarksskip í B-flokki. Ennfremur segir í kæru að kærandi viti til þess að kærðar hafi verið sambærilegar færslur sem hafa verið synjað í bréfum sem send hafi verið kæranda. Kærandi taki undir rökstuðning þeirra sem kært hafa og gerir að sínum eftir því sem við á í þessu máli. Ráðuneytið kallaði eftir frekari rökstuðningi með kærunni 21. janúar 2021. Ekki barst frekari rökstuðningur.

Kallað var eftir umsögn Fiskistofu og gögnum málsins þann 19. apríl 2021. Umsögn Fiskistofu barst ráðuneytinu þann 18. maí 2021 ásamt fylgiskjölum. Í umsögn Fiskistofu kom fram að hinn 18. (birt 22.) desember 2020 hafi atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið staðfest ákvarðanir Fiskistofu í málum sem voru sambærileg þeim sem kærð eru í málinu. Telur Fiskistofa að leysa beri úr stjórnsýslukærunni á grundvelli sömu sjónarmiða og gert var í þeim úrskurði og staðfesta ákvarðanir Fiskistofu í þeim málum sem kærandi gerir ágreining um. Var kæranda gefinn kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum við umsögn Fiskistofu. Ekki bárust frekari athugasemdir

Í áðurnefndum ákvörðunum í málinu kom fram að ákvörðun væri kæranleg til atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins og að kærufrestur væri þrír mánuðir frá tilkynningu Fiskistofu um ákvörðun. Er málið tekið til úrskurðar á grundvelli framangreindra gagna.

Forsendur og niðurstaða

I.     Kærufrestur

Ákvarðanir Fiskistofu um að synja um flutning í jöfnum skiptum á makríl og botnfiski milli skipa, á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipum yfir á krókaaflamarksbát í A-flokki, voru dags. 7. október 2019. Stjórnsýslukæra í máli þessu barst atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu, dags. 7. janúar 2020. Kæruheimild er í 26. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Samkvæmt 27. gr. laganna skal kæra borin fram innan þriggja mánaða frá því að aðila var tilkynnt um stjórnvaldsákvörðun. Kæran barst innan tilskilins frests.

II.     Frávísun

Kærandi sendi til Fiskistofu beiðnir um færslur f.h. útgerðanna [B ehf.] og [C hf.] Kærandi er þó ekki eigandi þeirra aflaheimilda sem um ræðir heldur stundar kvótamiðlun. Það er meginregla stjórnsýsluréttar að kæruaðild sé bundin við þá sem eiga einstaklingsbundna og verulega hagsmuni tengda hinni kærðu ákvörðun/ákvörðunum. Ekki verður séð að svo sé í tilviki kæranda. Þá ber að geta þess að samhliða úrskurði þessum hefur ráðuneytið úrskurðað í öðru kærumáli þar sem kærandinn er útgerðin [C hf.] vegna sömu ákvarðana Fiskistofu þar sem synjað var um flutning í jöfnum skiptum á makríl og botnfiski milli skipa, á aflamarki í makríl í B-flokki af aflamarksskipum yfir á krókaaflamarksbát í A-flokki. Hafa ákvarðanir Fiskistofu verið staðfestar í þeim úrskurði. Þar sem ráðuneytið hefur þegar úrskurðað um sömu ákvarðanir verður ekki hjá því komist að vísa frá kærumáli þessu eins og atvikum máls þessa er háttað.

Beðist er velvirðingar á þeim töfum sem hafa orðið á uppkvaðningu þessa úrskurðar, en þær er að rekja til mikilla anna í ráðuneytinu.

Úrskurður

Ráðuneytið vísar frá stjórnsýslukæru [A ehf.] vegna hinna kærðu ákvarðana Fiskistofu, dags. 7. október 2019.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta