Hoppa yfir valmynd
4. október 2019 Forsætisráðuneytið, Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Listaverkið Tákn á þaki Arnarhvols

Tákn, listaverk Steinunnar Þórarinsdóttur - mynd

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun að veita 6 milljónum kr. af ráðstöfunarfé ríkisstjórnarinnar til listakonunnar Steinunnar Þórarinsdóttur til að innsetning á listaverkinu „Tákn“, sem stendur á þakbrún Arnarhvols, húsnæðis fjármála- og efnahagsráðuneytisins, geti verið upp í eitt ár til viðbótar eða til októbermánaðar 2020.

Listaverkið er af ellefu mannverum í líkamsstærð og hefur hlotið verðskuldaða athygli frá því verkið var sett upp í maí sl. Innsetningin tengist því að á árinu 2019 varpar Listasafn Reykjavíkur ljósi á list í almenningsrými.

Steinunn Þórarinsdóttir hefur verið starfandi myndlistarmaður í um 40 ár og hefur unnið að fígúratífum skúlptúrum frá byrjun síns ferils.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta