Hoppa yfir valmynd
19. október 2021 Innviðaráðuneytið

Drög að breytingum á reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags í samráðsgátt

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að breytingu á reglugerð um gerð strandsvæðisskipulags. Markmið breytinganna er að mæla fyrir um nýtingarflokka fyrir strandsvæðisskipulag.

Nýtingarflokkar strandsvæðaskipulags eru  sambærilegir landnotkunarflokkum í aðalskipulagi sveitarfélaga.

Með nýtingarflokkum eru lagðar fram áherslur um forgangsnýtingu á tilteknu svæði, auk þess að lýsa því hvaða önnur nýting er möguleg á viðkomandi svæði. Eru nýtingaflokkar taldir forsenda þess að hægt sé að tryggja samræmda nálgun við skipulagsgerð á landsvísu. Þá hafa þeir grundvallarþýðingu fyrir túlkun skipulags og samanburð mismunandi skipulagssvæða og er sérstaklega horft til þess að skilgreining og útfærsla nýtingaflokka geti stutt stjórnvöld sem best við að stuðla að fjölbreyttri nýtingu strandsvæða.

Frestur til að skila inn umsögnum um reglugerðardrögin er til og með 2. nóvember.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta