Hoppa yfir valmynd
7. október 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn á laugardaginn

Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn verður haldinn hátíðlegur á laugardaginn 9. október n.k. Yfirskrift dagsins er: Samhliða raskanir - Tengslin milli líkamlegrar og andlegrar heilsu. Í fréttatilkynningu frá Lýðheilsustöð um daginn og dagskrá hans segir m.a.:

"Margir þurfa á einhverjum tímapunkti í lífi sínu að takast á við alvarleg líkamleg veikindi. Bæði veikindin og sú meðferð sem beitt er geta haft áhrif á hugsun og líðan fólks. Þannig geta veikindin snert alla þætti sem tengjast daglegu lífi í víðum skilningi. Alvarleg veikindi geta m.a. valdið því að við finnum fyrir sorg, ótta, kvíða reiði og þunglyndi.

Undirbúningshópur alþjóða geðheilbrigðisdagsins á Íslandi ákvað einnig að nota slagorðið ,,sleppum grímunni" til þess að vekja fólk til umhugsunar um hversu mikilvægt það er að viðurkenna raunverulega líðan sína fyrir sjálfum sér og öðrum. Það er alltof algengt að fólk setji upp grímur og viðurkenni ekki andleg vandamál sín af ótta við fordæmingu umhverfisins. Það verður því miður stundum til þess að gripið er til örþrifaráða þegar fokið er í flest skjól og engin sjáanleg útgönguleið fær til þess að kljást við vandann. Fordómar gagnvart geðrænum veikindum, sem eru því miður enn ríkjandi í samfélaginu,gera það að verkum að fólk veigrar sér oft við að sýna sitt rétta andlit. Fyrsta skrefið í átt að bata er að viðurkenna vandann."

Þeir sem skipuleggja alþjóða geðheilbrigðisdaginn í Reykjavík eru: 13. hópurinn, Félag sérfræðinga í klínískri sálfræði, Geðhjálp, Geðverndarfélag Íslands, Geðveik list, Hugarafl, Klúbburinn Geysir, Landlæknisembættið ,,Þjóð gegn þunglyndi", Lýðheilsustöð ,,Geðrækt" og Rauði kross Íslands. Auk þeirra tekur kvennahlaup ÍSÍ þátt í göngunni undir yfirskriftinni ,,hreyfingin eflir andann – gefðu þér tíma".
Dagskrá...

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta