Hoppa yfir valmynd
1. nóvember 2004 Innviðaráðuneytið

Nýr vegur um Tjörnes opnaður við hátíðlega athöfn

Síðastliðinn föstudag opnaði samgönguráðherra nýjan veg norðaustur um Tjörnes ásamt nýrri brú á Lónsós í Kelduhverfi.

Sturla Böðvarsson tekur við skærum úr hendi ungrar heimasætu
Frá opnun vegar um Tjörnes

Þessi áfangi markar tímamót en með honum er nú lokið framkvæmdum, sem hófust árið 2001, við lagningu bundins slitlags frá Húsavík og norður fyrir Stóralæk í Öxafirði.

Vegurinn um Tjörnes er ríflega 40 kílómetra langur og nær frá Húsavík að Víkingavatni, og tæplega 3ja kílómetra tenging er svo að Rifsósi.

Um er að ræða einhverja mestu vegagerð sem ráðist hefur verið í hérlendis á seinni árum en kostnaður vegna framkvæmdanna er um einn og hálfur milljarður króna.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta