Viðburður í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum
Í tilefni af alþjóðlega jafnlaunadeginum sem nú er haldinn í þriðja sinn munu Sendiráðið í París og Fastanefnd Íslands gagnvart OECD, í samstarfi við Efnahags- og framfarastofnunina OECD, standa fyrir rafrænum viðburði um fæðingarorlof þriðjudaginn 20. september kl. 08:00-09:30 (að íslenskum tíma).
Ísland átti frumkvæði að því að koma alþjóðlega jafnlaunadeginum á laggirnar á vettvangi Sameinuðu þjóðanna árið 2020 og er þetta í annað sinn sem Sendiráðið og Fastanefndin í París skipuleggja viðburð af þessu tilefni í samstarfi við OECD.
Umfjöllunarefni viðburðarins í þetta sinn er foreldraorlof. Meðal þátttakenda eru Guðmundur Ingi Guðbrandsson félags- og vinnumarkaðsráðherra, Jan Tinetti, innanríkisráðherra Nýja-Sjálands, Manuel Lobo Antunes, sendiherra Portúgals hjá OECD, Matthias Cormann, framkvæmdastjóri OECD, Ulrik V. Knudsen, varaframkvæmdastjóri OECD, Tomoko Hasegawa frá samtökum atvinnurekenda í Japan og Putri Realita frá Danone. Þá verður rýni OECD í málaflokknum kynnt.
Markmiðið með alþjóðlega jafnlaunadeginum er að vekja athygli á aðgerðum sem stuðla að launajafnrétti og hvetja til frekari aðgerða til að markmið um jöfn laun fyrir jafnverðmæt störf nái fram að ganga.
Viðburðurinn er öllum opinn.