Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2012 Innviðaráðuneytið

Tuttugu erindi á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar

Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar fór fram í dag í Reykjavík og eru þar flutt 20 erindi um margvíslegar rannsóknir á sviði veghönnunar, umferðaröryggismál, umhverfismála og um almenningssamgöngur. Þórir Ingason, forstöðumaður hjá Vegagerðinni, sagði í upphafsávarpi að 123 milljónum hefði verið úthlutað til rannsóknarverkefna en kveðið er á um það í vegalögum að 1,5% af mörkuðum tekjum til vegamála skuli renna til rannsókna- og þróunarstarfs og er ráðstefnunni ætlað að endurspegla afrakstur hluta þess starfs.

Fjallað var um ýmsar hliðar samgöngu- og umferðarmálamála á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar í dag.
Fjallað var um ýmsar hliðar samgöngu- og umferðarmálamála á rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar í dag.

Meðal þeirra sem kynntu verkefni voru Auður Þóra Árnadóttir, forstöðumaður umferðardeildar hjá Vegagerðinni, og Guðni P. Kristjánsson, verkfræðingur hjá Hnit, og sögðu þau frá leiðbeiningum um umferðaröryggisúttekt og um lagfæringar á umhverfi vega. Fram kom að umferðaröryggisúttekt væri einn þáttur í umferðaröryggisstjórnun en hún felst í því að skoða vegakerfið reglulega þar sem sjónum er beint að ýmsum öryggisþáttum á vegi eða við veg. Er markmiðið að finna staði sem hætt er viðslysum og gera áætlun um lagfæringar.

Claudia Georgsdóttir sálfræðingur og Tinna Jóhönnudóttir, sálfræðinemi á Landspítala kynntu forrannsókn á þýðingu þess að taka upp tölvustýrt mat á ökuhæfni. Fram kom að tölvustýrt forrit sem þróað hefur verið í Austurríki sé einstakt aðferðafræðilegt framfaraskref í þá átt að þróa réttmætt mat á aksturshæfni. Með styrk frá rannsóknarsjóði Vegagerðarinnar var forritið keypt og stendur nú yfir frekari rannsókn á því hvernig það nýtist til að meta aksturshæfni sjúklinga sem fengið hafa heilablóðfall eða heilaskaða. Slíkir sjúkdómar geta haft töluverðar afleiðingar á sjón, skynjun og fleira. Eru vonir bundnar við að þessi tækni geti bætt mat á ökuhæfni og þar með verið liður í auknu umferðaröryggi.

Meðal annarra efna sem kynnt voru á ráðstefnunni má nefna kynningu á handbók um bifhjól, vegbúnað og umferðaröryggi, miðlun upplýsinga til vegfarenda um bílútvarp og jökulvötn og samgöngur.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta