Hoppa yfir valmynd
28. nóvember 2019 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Uppgjör ríkissjóðs fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2019

Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur tekið saman upplýsingar um tekjur og yfirlit yfir stöðu málefnasviða og málaflokka fyrir fyrstu níu mánuði ársins í samanburði við fjárheimildir. Byggt er á mánaðaryfirliti Fjársýslu ríkisins

Helstu niðurstöður eftir þriðja ársfjórðung eru:

Rekstur:

  • Rekstrarafkoma tímabilsins er jákvæð um 8,3 ma.kr. en áætlun gerði ráð fyrir að hún yrði jákvæð um 29,5 ma.kr. Rekstrarafkoma er því 21,2 ma.kr. lægri en áætlað var.
  • Rekstur ríkisaðila á árinu 2018 er heilt yfir í samræmi við áætlanir. Helstu frávik eru vegna breyttra efnahagshorfa t.d. vegna gjaldþrots WOW-Air en fyrir Alþingi liggur nú frumvarp til fjáraukalaga þar sem tekið er á helstu frávikum vegna breyttra efnahagshorfa.
  • Tekjur tímabilsins án fjármunatekna námu 588,7 ma.kr. og eru 16,4 ma.kr. lægri en áætlun gerði ráð fyrir. Helstu frávik eru minni innheimta á tekjuskatti lögaðila 4,5 ma.kr., virðisaukaskatti 3,1 ma.kr., vörugjöld af ökutækjum og eldsneyti 3,4 ma.kr. og sala losunarheimilda 1,9 ma.kr.
  • Gjöld tímabilsins án fjármagnsgjalda eru 577,3 ma.kr., sem er 3,7 ma. kr. hærri en áætlun.
  • Heildarútgjöld málefnasviða, þ.e. rekstrarkostnaður, rekstrar- og fjármagnstilfærslur og fjármagnskostnaður, að frádregnum rekstrartekjum, námu 590 ma.kr. og voru 11,8 ma.kr. hærri en áætlað var. Mestu umframútgjöldin eru hjá 6 málefnasviðum; sjúkrahúsþjónustu, örorku- og málefnum fatlaðs fólks, málefnum aldraðra, vinnumarkaði og atvinnumálum og fjármagnskostnaði - alls 16,0 ma.kr.
  • Fjármagnsjöfnuður er 1,1 ma.kr. lakari en áætlað var. Þar af eru vaxtatekjur 0,9 ma.kr. hærri en áætlun og vaxtagjöld 2,0 ma.kr. hærri en áætlun.
  • Handbært fé frá rekstri var jákvætt um 30,0 ma.kr. þar sem innheimta nam 608,0 ma.kr. og greiðslur 578,1 ma.kr. Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 17,5 ma.kr. og fjármögnunarhreyfinga voru um 27,3 ma.k

Sundurliðun á málefnasviðum niður og málaflokka og ríkisaðila kemur fram í mánaðaruppgjöri sem Fjársýsla ríkisins birtir.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta