Hoppa yfir valmynd
17. mars 2025 Atvinnuvegaráðuneytið

Atvinnuvegaráðuneytið hættir prentun þingskjala

Frá 10 mars sl. hætti atvinnuvegaráðuneytið, sem þá hét matvælaráðuneyti, að prenta þingskjöl sem lögð eru fram á Alþingi.

Ákvörðunin er tekin útfrá hagræðingar- og umhverfissjónarmiðum en um 30 einstök hafa verið prentuð síðustu ár af öllum þingskjölum ráðuneytisins fyrir þingið. Talsvert hefur verið dregið úr prentun innan Stjórnarráðsins síðustu ár. Árið 2019 voru t.a.m. 120 eintök prentuð að jafnaði af stjórnarfrumvörpum.

Þessi ráðstöfun er jafnframt í samræmi við tillögur starfs­hóp­s for­sæt­is­ráðuneyt­is­ins um hagræðingu en prentun þingskjala kostar Stjórnarráðið tugi milljóna króna á ári hverju.

„Þessi ákvörðun er eiginlega sjálfgefin“ segir Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra. „Ég þekki það af eigin reynslu af þingsetu að það pappírsmagn sem er í umferð á þingi er mikið. Við það að afhenda skjölin einungis rafrænt sparast bæði fjármunir og pappír. Þeim þingmönnum sem vilja frekar handleika pappír en að lesa af skjá er síðan í lófa lagið að fá útprent af þingskjölum eftir þörfum.“

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta