Ráðherra kynnti Mælaborð húsnæðismarkaðar
Velferðarráðuneytið stóð fyrir gerð mælaborðsins í samvinnu við Capacent, með aðkomu ýmissa stofnana og aðila sem búa yfir upplýsingu og þekkingu á húsnæðismarkaðinum.
Þeir sem nýta sér mælaborðið geta á einfaldan hátt kallað fram tölulegar upplýsingar með myndrænni framsetningu, s.s. um;
-
fjölda íbúða á landinu öllu, skipt eftir landsvæðum og sveitarfélögum (gögn frá 2006-2016)
-
fjölda leiguíbúða á vegum sveitarfélaganna (gögn frá 2006-2016)
-
upplýsingar um fjölda og veltu kaupsamninga eftir svæðum (gögn frá 2006 – 2016)
-
upplýsingar um þinglýsta leigusamninga, fjölda þeirra og leiguverð eftir svæðum (gögn frá 2011 – 2016)
-
upplýsingar um fjármögnunaraðila og tegundir lána (gögn frá 2010-2015)
Mælaborð húsnæðismarkaðar
Mælaborð húsnæðismarkaðar