Hoppa yfir valmynd
8. september 2016 Innviðaráðuneytið

Ráðherra kynnti Mælaborð húsnæðismarkaðar

Meðalverð íbúða - mynd
Mælaborð húsnæðismarkaðar er nýtt verkfæri sem sækir upplýsingar um húsnæðismál í ýmsa gagnagrunna og birtir á myndrænan hátt staðreyndir um húsnæðismarkaðinn á Íslandi. Eygló Harðardóttir, félags- og húsnæðismálaráðherra kynnti mælaborðið á málþingi um verkefnið Vandað – Hagkvæmt – Hratt á Grand Hótel í Reykjavík.

Velferðarráðuneytið stóð fyrir gerð mælaborðsins í samvinnu við Capacent, með aðkomu ýmissa stofnana og aðila sem búa yfir upplýsingu og þekkingu á húsnæðismarkaðinum.

Þeir sem nýta sér mælaborðið geta á einfaldan hátt kallað fram tölulegar upplýsingar með myndrænni framsetningu, s.s. um;

  • fjölda íbúða á landinu öllu, skipt eftir landsvæðum og sveitarfélögum (gögn frá 2006-2016)

  • fjölda leiguíbúða á vegum sveitarfélaganna (gögn frá 2006-2016)

  • upplýsingar um fjölda og veltu kaupsamninga eftir svæðum (gögn frá 2006 – 2016)

  • upplýsingar um þinglýsta leigusamninga, fjölda þeirra og leiguverð eftir svæðum (gögn frá 2011 – 2016)

  • upplýsingar um fjármögnunaraðila og tegundir lána (gögn frá 2010-2015)

    Mælaborð húsnæðismarkaðar

Mælaborð húsnæðismarkaðar

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta