Samráð um notkun mannlausra loftfara – dróna
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefur nú kost á samráði um opnun markaða og stefnumótun um fjarstýrð mannlaus loftför eða dróna til nota í borgaralegum tilgangi. Samráðið stendur til 24. október næstkomandi.
Drónar eru þegar mikið notaðir í Evrópu í borgaralegum tilgangi svo sem við öryggisskoðanir innviða, ýmis verkefni sem koma upp vegna hamfara svo og í landbúnaði. Víðtæk notkun tækjanna vekur spurningar viðvíkjandi öryggi í loftrými og fólks á jörðu niðri sem og spurningar um friðhelgi einkalífsins. Verkefnið verður því að ná jafnvægi milli þess ávinnings sem hafa má af tækjunum og þeim hömlum sem setja þarf á notkun þeirra.
- Frekari upplýsingar má finna á þessari vefslóð hjá ESB