Hoppa yfir valmynd
7. júlí 2023

Formennska Íslands í samráði NATO ríkja á vettvangi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu fer vel af stað

Ísland fer með formennsku í samráði NATO-ríkja á vettvangi Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu (ÖSE) í Vínarborg í sex vikur, frá og með 1. júlí. Fyrsti fundur undir stjórn fastafulltrúa, Kristínar A. Árnadóttur, var helgaður stefnu og starfi NATO á sviði loftslagsbreytinga og öryggis enda eru þau mál í brennidepli á vettvangi ÖSE þessa dagana og til umræðu á NATO fundinum í Vilníus í næstu viku. Eva Dröfn Hassell Guðmundsdóttir, staðarráðinn sérfræðingur, undirbýr og stjórnar vikulegum fundum hermálafulltrúa. Á næsta fundi mun sérfræðingur Bretlands um alvarlega skipulagða glæpastarfsemi (Serious Organized Crime, SOC) og ólöglega fjármögnun (Illicit Financing, IF) kynna fyrir hermálafulltrúum bandamanna hvernig Rússland notast við SOC og IF til að ná fram hernaðarlegum, efnahagslegum og pólitískum áhrifum. Fastafulltrúa og varafastafulltrúa Úkraínu mun jafnframt vera boðið á fundi fastafulltrúa og hermálafulltrúa til að fjalla um stöðu mála á vettvangi og helstu áherslur úkraínskra stjórnvalda í tengslum við innrás Rússlands í land sitt.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta