Hoppa yfir valmynd
5. júní 2024 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Sigurður Ingi sótti fund norrænna fjármálaráðherra

Sigurður Ingi ásamt Elisabet Svantesson, fjármálráðherra Svíþjóðar, Trygve Slagvold Vedum, fjármálaráðherra Noregs, Ruth Vang, fjármálaráðherra Færeyja, Mats Perama, fjármálaráðherra Álandseyja, Rasmus Degn úr efnahagsmálaráðuneyti Danmerkur og Karen Ellemann, framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs. - mynd

Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra sótti dagana 3.-4. júní fund norrænna fjármálaráðherra í Stokkhólmi.

Á fundinum ræddu ráðherrarnir þær áskoranir sem blasa við á Norðurlöndum varðandi framleiðni. Einnig var farið yfir reynslu Norðurlanda af efnahagsstjórn á tímum heimsfaraldurs, þá orkukreppu sem fylgdi í kjölfarið sem og þann vanda sem hefur fylgt hærri verðbólgu í ríkjunum.

Enn fremur var rætt um horfur í norrænum ríkisfjármálum til lengri tíma í ljósi lýðfræðilegrar þróunar á Norðurlöndum. Ráðherrarnir voru sammála um mikilvægi þess að nýta þann lærdóm sem fengist hefði á síðustu árum til að aðlaga hagkerfi ríkjanna og gera þau betur í stakk búin fyrir áskoranir framtíðarinnar.

„Það var gagnlegt og ánægjulegt að hitta samráðherrana á hinum Norðurlöndunum, bera saman bækur og heyra reynslusögur um áskoranir í efnahags- og ríkisfjármálum,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.

Nánari upplýsingar um fundinn er að finna í fréttatilkynningu á vef Norrænu ráðherranefndarinnar.


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta