Hoppa yfir valmynd
23. maí 2018 Innviðaráðuneytið

Mat á stuðningsþörf barna – ráðstefna 20. júní

Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins og Jöfnunarsjóður sveitarfélaga standa sameiginlega að ráðstefnu um matskerfið Mat á stuðningsþörf barna (Supports Intensity Scale – Children‘s Version, SIS-C) á Grand Hóteli Reykjavík miðvikudaginn 20. júní nk.

Fjallað verður um stöðlun matskerfisins hér á landi, innihald, innleiðingu og notagildi þess við að meta stuðningsþörf barna frá 5-18 ára aldurs. Einnig verður fjallað um tengsl niðurstaðna við fjármögnun, skipulagningu og innihald þjónustu. Sérstök áhersla verður lögð á skilgreiningu á hugtakinu stuðningsþörf og mikilvægi þess í þjónustu við fötluð börn.

Nánari upplýsingar um dagskrá og skráningu er að finna á vef Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta