Hoppa yfir valmynd
10. febrúar 2023 Innviðaráðuneytið

Fyrsta grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál í samráðsgátt

Mynd/Tolu Olubode - mynd

Drög að grænbók um húsnæðis- og mannvirkjamál hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Drögin eru liður í stefnumótun stjórnvalda en þetta er í fyrsta skipti sem unnið er að formlegri stefnu á landsvísu í húsnæðis- og mannvirkjamálum. Hægt er að senda inn umsögn eða ábendingar til og með 1. mars nk.

Skýrslan byggist meðal annars á fyrirliggjandi gögnum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og öðrum opinberum aðilum, vinnu starfshópa og samráði sem farið hefur fram við almenning og aðra hagaðila á grundvelli hennar, rafrænni spurningakönnun meðal sveitarfélaga, opnu samráði við almenning með fundaröðinni „Vörðum leiðina saman“ sem haldin var í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga sem og rafrænni spurningakönnun meðal ungs fólks.

Grænbókin leggur grunn að stefnumótun í húsnæðis- og mannvirkjamálum til næstu ára. Í henni er greint frá stöðumati og kynnt drög að lykilviðfangsefnum, framtíðarsýn og áherslum við gerð stefnunnar.

Mikilvægt er að fá fram skoðanir og álit almennings og annarra hagaðila á þessum þáttum og eru því öll hvött til að kynna sér efni grænbókarinnar og senda umsögn sína inn í samráðsgáttina. Eftir að unnið hefur verið úr umsögnunum verður endanlega útgáfa grænbókarinnar birt almenningi. Á grundvelli hennar verður unnið stefnuskjal eða svokölluð hvítbók og í framhaldinu þingsályktunartillaga um stefnu og aðgerðaáætlun í húsnæðis- og mannvirkjamálum.

Stefnt er að því að tillaga til þingsályktunar um húsnæðisstefnu verði lögð fram í vor. 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta