Hoppa yfir valmynd
19. mars 2010 Innviðaráðuneytið

Framlag til sveitarfélaga vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingagjalds

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur að höfðu samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga sett vinnureglur um úthlutun og greiðslur framlags að fjárhæð 1.200 milljónir króna  til að mæta hækkun á launakostnaði sveitarfélaga í kjölfar hækkunar á tryggingagjaldi úr 7% í 8,65% á árinu 2010. 

Við áætlanagerð um úthlutun framlagsins á árinu 2010 til einstakra sveitarfélaga er stuðst við upplýsingar frá embætti ríkisskattstjóra um innbyrðis skiptingu milli sveitarfélaga á staðgreiðsluskilum á tryggingagjaldi vegna launa sem greidd voru á tímabilinu janúar - desember 2009.

Framlagið greiðist með jöfnum greiðslum mánuðina febrúar 2010 til janúar 2011. Við hverja greiðslu mánuðina febrúar til desember er haldið eftir 5% geymslufé. Leiðrétting á framlaginu og uppgjör fer fram í lok janúar 2011 á grundvelli upplýsinga frá embætti ríkisskattstjóra  um endanleg staðgreiðsluskil hvers sveitarfélags á tryggingagjaldi á árinu 2010.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta