Hulda Gunnlaugsdóttir nýr forstjóri Landspítala
Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Aker háskólasjúkrahússins í Osló (Aker universitetssykehus), hefur verið ráðin forstjóri Landspítala frá og með 1. september nk. Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrigðisráðherra, kynnti þessa ákvörðun sína á blaðamannfundi í dag.
Alls sóttu fjórtán einstaklingar um starf forstjóra þegar það var auglýst í júní sl. Einn umsækjenda dró síðar umsókn sína til baka.
Hulda Gunnlaugsdóttir, nýr forstjóri Landspítala, kemur til starfa 10. október en hún mun nota næstu vikur til að ganga frá starfslokum sínum sem forstjóri Aker háskólasjúkrahússins í Osló.
Björn Zoega mun gegna starfi forstjóra Landspítala frá 1. september til 10. október. Frá og með 10. október verður Björn framkvæmdastjóri lækninga og mun jafnframt gegna hlutverki staðgengils forstjóra.
Hulda Gunnlaugsdóttir hefur verið forstjóri Aker háskólasjúkrahússins frá árinu 2005.
Velta spítalans er um 3 milljarðar NKR eða um 45 milljarðar ÍSK og starfsmenn ríflega 4.100.
Starfsreynsla:
- Aker háskólasjúkrahús, forstjóri frá 2005
- Ullevål háskólasjúkrahús, sviðsstjóri 2000-2005
- Ullevål háskólasjúkrahús, verkefnisstjóri 1996-2000
- Ullevål háskólasjúkrahús, hjúkrunarframkvæmdastjóri 1992-1997
- Ullevål háskólasjúkrahús, hjúkrunarfræðingur 1989-1992
- Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, hjúkrunarfræðingur 1988-1989
- Buskerud sentralsykehus, hjúkrunarfræðingur 1988
- Borgarspítalinn, hjúkrunarfræðingur 1988
- Verkmenntaskólinn á Akureyri, kennari 1988
- Kristnesspítali, hjúkrunarforstjóri 1983-1988
- Borgarspítalinn, hjúkrunarfræðingur 1981-1983
- Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, hjúkrunarfræðingur 1981
Háskólamenntun:
- Solstrand stjórnunarnám AFF
- Embættispróf í hjúkrunarvísindum frá háskólanum í Ósló
- Ex. phil. frá Háskólanum á Akureyri
- Stjórnunarnám fyrir hjúkrunarstjórnendur frá Hjúkrunarskóla Íslands
- Hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands