Samþykkt á Alþingi
Sjúkratryggingafrumvarp heilbrigðisráðherra sem lagt var fram á Alþingi í vor var samþykkt á Alþingi í dag með 36 atkvæðum. Sex greiddu atkvæði gegn frumvarpinu, sex greiddu ekki atkvæði og fimmtán voru fjarstaddir. Lögin öðlast gildi 1. október. Auglýst hefur verið eftir forstjóra Sjúkratryggingastofnunar. Umsóknarfrestur um stöðuna var lengdur til 15. september 2008 þegar ljóst var að afgreiðslu frumvarps til laga um sjúkratryggingar yrði frestað.