Hoppa yfir valmynd
18. september 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Ávinningur heilsueflingar á vinnustöðum

Heilsustefna þarf að verða hluti af vinnustaðamenningu til að bæta heilsufar almennt. Þetta sagði heilbrigðisráðherra á alþjóðlegri ráðstefnu um heilsueflingu á vinnustöðum.

Alþjóðlega ráðstefnan var haldin af Lýðheilsustöð, Vinnueftirlitinu og Háskólanum í Reykjavík í húsakynnum HR í tengslum við Evrópuverkefnin „Heil og sæl í vinnunni“ og „Healthy Together“. Á ráðstefnunni voru flutt fjölmörg áhugaverð erindi þar sem menn beindu sjónum sínum að ávinningnum af heilsueflingu á vinnustöðum. Fjallað var um heilsueflingu m.a. útfrá hagfræðilegum og samfélagslegum áhrifum ásamt því hvernig auka má þekkingu á þessu sviði. Fjórir erlendir sérfræðingar héldu erindi um málefnið. Auk þess sem stýrihópur Evrópska samstarfsnetsins um heilsueflingu á vinnustöðum tók þátt í ráðstefnunni (www.enwhp.org).

Heilbrigðisráðherra ávarpaði ráðstefnuna eins og greint var frá hér að ofan og drap meðal annars á heilsustefnuna sem unnið er að í heilbrigðisráðuneytinu í tengslum við heilsueflingu á vinnustöðum.

Ávarp heilbrigðisráðherra.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta