Hoppa yfir valmynd
30. september 2008 Heilbrigðisráðuneytið

Eitt kerfi fyrir alla?

Fimmtudaginn 2. október n.k. verður haldið málþing um greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu.

Málþingið sem ber yfirskriftina „Eitt kerfi fyrir alla?“ verður haldið á Hilton Hótel Nordica að frumkvæði Öryrkjabandalags Íslands og heilbrigðisráðuneytisins. Á þinginu munu sérfræðingar ræða hvernig greiðsluþátttöku almennings í heilbrigðiskerfinu er háttað á Íslandi í dag og til samanburðar hvernig hún er annarsstaðar á Norðurlöndunum, hvernig breyta mætti greiðslukerfinu og hver markmið kerfisbreytinga væru. Málþinginu lýkur með pallborðsumræðum undir stjórn Bjargar Evu Erlendsdóttur.

Málþingið er öllum opið og þátttakendum að kostnaðarlausu en tilkynna þarf þátttöku á netfangið [email protected] eða í síma 545 8716.

Sjá nánar auglýsingu um málþingið. (pdf 28,7KB – opnast í nýjum glugga)



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta