Hoppa yfir valmynd
28. október 2019 Forsætisráðuneytið

Forsætisráðherra sækir Norðurlandaráðsþing og fundar með norrænum forsætisráðherrum

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, situr setningu Norðurlandaráðsþings í Stokkhólmi á morgun en þingið stendur yfir dagana 29. til 31. október. Þar mun forsætisráðherra taka þátt í störfum þingsins og í sérstakri þemaumræðu norrænna forsætisráðherra. Einnig verður forsætisráðherra viðstödd afhendingu verðlauna Norðurlandaráðs annað kvöld í Stokkhólmi.

Þá mun Katrín Jakobsdóttir einnig stýra hefðbundnum fundi norrænna forsætisráðherra þar sem á dagskrá verður umræða um loftslagsmál og framkvæmd á nýrri framtíðarsýn fyrir norrænt samstarf. Þá funda norrænir forsætisráðherrar með fulltrúum ungmenna þar sem einnig verður rætt um markmið nýrrar framtíðarsýnar Norrænu ráðherranefndarinnar og hver forgagnsröðun í loftslagsaðgerðum ætti að vera.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta