Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2019 Innviðaráðuneytið

Drög að reglugerðum er varða mat á umhverfisáhrifum í umsagnarferli

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir umsögnum um drög að breytingum á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi.

Breytingarnar eru gerðar til að ljúka innleiðingu Evróputilskipun um mat á áhrifum sem tilteknar framkvæmdir á vegum hins opinbera eða einkaaðila kunna að hafa á umhverfið. Tilskipunin var innleidd að hluta með breytingu á lögum um mat á umhverfisáhrifum sem samþykkt var á Alþingi síðastliðið vor. 

Með breytingunum er fyrst og fremst verið að samræma kröfur vegna ferli mats á umhverfisáhrifum auk þess að lögfesta tvo viðauka tilskipunarinnar.

Óskað er eftir því að athugasemdir við reglugerðardrögin berist í Samráðsgátt Stjórnarráðsins eigi síðar en 15. nóvember nk.

Drög að breytingu á reglugerð um mat á umhverfisáhrifum og reglugerð um framkvæmdaleyfi í Samráðsgátt


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta