Ísland tekur við formennsku vestræna ríkjahópsins hjá UNESCO
Vestræni ríkjahópurinn samstendur af ríkjum Vestur-Evrópu og Norður-Ameríku. Í formennskunni felst auk fundarstjórnar að samhæfa afstöðu ríkjahópsins, miðla málum og koma fram fyrir hönd hópsins út á við, bæði gagnvart öðrum ríkjahópum og stofnuninni sjálfri.
Íslands hefur ekki áður gegnt formennsku í ríkjahópnum. Formennskan er liður í virkari þátttöku Íslands í starfsemi stofnunarinnar í aðdraganda framkvæmdastjórnarkjörs UNESCO árið 2021, þegar Ísland verður í framboði. Einnig er unnið að því að auka samstarf við stofnunina á sviði þróunarsamvinnu.