Verið velkomin á kynningu á sagnfræðilegu skáldsögunni Baróninn eftir Þórarin Eldjárn er haldin verður í norræna bókasafninu í París þriðjudaginn 18. september nk. kl. 18:15. Höfundur mun þar reka sögu Barónsins dularfulla, Charles Gaudrée Boilleau, er settist að á Íslandi árið 1898. Boilleau var stórættaður heimsborgari og hámenntaður listamaður sem vonaðist til að finna sjálfan sig í íslenskri sveit, órafjarri umbrotum heimsmenningarinnar. Fyrr en varði hafði hann keypt sér kostajörðina Hvítárvelli í Borgarfirði og hafði þar búskap; götuheitið Barónsstígur í Reykjavík vitnar um að þar kom hann einnig við. Stórbrotnar hugmyndir hans féllu ekki allar í frjóan jarðveg og brátt varð ljóst að háleitir draumar hans og íslenskur veruleiki áttu illa saman – nútíminn var ekki kominn til Íslands.
Kynningin fer fram á ensku. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku í síma 01 44 41 97 50 eða á tölvupósti: [email protected] Bibliothèque Sainte-Geneviève
Salle de lecture de la Bibliothèque nordique
6, rue Valette (1er étage), 75005 Paris