Hoppa yfir valmynd
10. desember 2020 Heilbrigðisráðuneytið

COVID-19: Rök að baki sóttvarnaráðstöfunum – sund og líkamsrækt

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir - myndStjórnarráðið

Smit tengd líkamsrækt og líkamsræktarstöðvum og afleidd smit vegna þeirra eru margalt fleiri en smit sem rekja má til sundlauga. Þetta sýna niðurstöður úr rakningargrunni sóttvarnalæknis. Um 35 ríki Evrópusambandsins flokka líkamsrækt sem hááættustaði og gripu til lokana líkamsræktarstöðva snemma í faraldrinum. Samtök bandarískra smitsjúkdómalækna telja smithættu vegna sunds í almenningslaug í meðallagi en að líkamsræktarstöðvar feli í sér hááhættu. Engar vísbendingar eru um að COVID-19 veiran geti smitast með vatni og klórblandað sundlaugarvatn drepur veiruna. Þetta eru meðal þeirra forsendna sem liggja að baki mati sóttvarnalæknis og ákvörðunum heilbrigðisráðherra um að hafa líkamsræktarstöðvar lokaðar en heimila opnun sundlauga með miklum fjöldatakmörkunum svo hægt sé að virða nálægðarmörk.

Í greinargerðinni er vísað í umfjöllun erlendra stofnana um smitleiðir og áhættuþætti, áhrif loftræstingar á dreifingu veirunnar, auk ýmissa leiðbeinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar hvað þessi mál varðar.

Í meðfylgjandi greinargerð sóttvarnalæknis um þetta efni kemur fram að bein smit sem tengjast líkamsrækt eru 36 og fjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru 74. Bein smit frá sundlaugum eru 5 og heildarfjöldi afleiddra smita vegna þeirra eru 20. Tölurnar eru birtar með þeim fyrirvara að sjaldnast er hægt að segja með algjörri vissu hvar einstaklingar smitast og eins má hafa í huga að ekki tekst að rekja öll smit.

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta