Hoppa yfir valmynd
4. mars 2009 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Félagsmálaráðherra tekur á móti ráðherra atvinnumála í Manitoba

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir félags- og tryggingamálaráðherra fundaði í dag með Nancy Allan, atvinnu- og innflytjendamálaráðherra Manitoba í Kanada, en ráðherrann er hér stödd í boði Ástu Ragnheiðar.

Á fundi ráðherranna með embættismönnum ríkjanna var unnið að því að ljúka við gerð samkomulags sem skapar atvinnutækifæri fyrir Íslendinga í Manitoba. Félags- og tryggingamálaráðherra kynnti einnig efnahags- og atvinnuástandið á Íslandi fyrir kanadísku sendinefndinni og til hvaða aðgerða íslensk stjórnvöld hafa gripið til að sporna við því.

Ásta Ragnheiður og Nancy AllanAllan dvelur á Íslandi í nokkra daga á meðan að gengið er frá samkomulaginu milli landanna og mun meðal annars eiga fundi með nokkrum verkalýðsfélögum.

Stjórnvöld í Manitoba höfðu frumkvæði að bjóða Íslendingum vinnu tímabundið eða til langframa og höfðu af því tilefni samband við ræðismann Íslands í Winnipeg.

Auk Ástu R. Jóhannesdóttur félags- og tryggingamálaráðherra og Nancy Allan, ráðherra atvinnu- og innflytjendamála, sátu vinnufundinn íslenskir og kanadískir embættismenn. Fyrir Íslands hönd sátu fundinn Íris Lind Sæmundsdóttir, aðstoðarmaður félags- og tryggingamálaráðherra, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir ráðuneytisstjóri, Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, og Atli Ásmundsson, ræðismaður Íslands í Winnipeg. Í kanadísku sendinefndinni eru auk ráðherrans Ben Rempel ráðuneytisstjóri, Benjamin Amoyaw sérfræðingur og Tammy Axelsson, bæjarstjóri í Gimli.



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta