Hoppa yfir valmynd
9. nóvember 2020

Ráðstefna um sjálfbærar borgir og sjálfbærar lausnir innan heilsugeirans

William Freyr Huntingdon-Williams, Sendiráðsritari og staðgengill sendiherra, í pallborðsumræðu um Norrænt samstarf um sjálfbærar borgir í Kína - mynd

William Freyr Huntingdon-Williams, sendiráðsritari og staðgengill sendiherra, og Pétur Yang Li ,viðskiptafulltrúi sendiráðsins, sóttu ráðstefnu um sjálfbærar borgir og ráðstefnu um nýjar sjálfbærar lausnir frá Norðurlöndunum innan heilsugeirans þann 7. nóvember síðastliðinn en ráðstefnurnar fóru fram i Shanghai.

William Freyr tók þátt í pallborðsumræðu sem þar sem rætt var um verkefni sendiráða Norðurlanda í Kína um sjálfbærar borgir. Um er að ræða verkefni sem sendiráðin hafa unnið að á undanförnum árum sem miðar að því að kynna og auka samskipti og viðskipti á sviði sjálfbærni í kínverskum borgum. Hvað aðkomu Íslands varðar hefur eitt stærsta verkefnið verið á sviði jarðvarma og orkumála og hvernig nýta megi sjálfbærar lausnir í orkumálum í Kína almennt.

Í máli sínu tók William m.a. fram að tvö íslensk fyrirtæki, Sidekick og Kerecis, væru með kynningu á þessari sömu ráðstefnu og að útlit væri fyrir að verkefnið muni aðeins vaxa.

Sidekick er heilbrigðisfyrirtæki sem hefur framleitt smáforrit sem er um leið vottað lækningartæki sem vinnur gegn ýmiskonar lífstíls- og heilsutengdum vandamál. Kerecis er alþjóðlegt nýsköpunarfyrirtæki sem framleiðir sáraumbúðir úr fiskroði. Bæði fyrirtækin hafa hlotið viðurkenningar fyrir vörur sínar.

Kynningarnar á Sidekick og Kerecis gengu afar vel og hlutu góðar undirtektir ráðstefnugesta. Pétur Yang Li flutti kynninguna fyrir hönd Sidekick á meðan kynning Kerecis fór fram með myndbandsupptöku.

  • Hópmynd af fulltrúum Norðurlandanna og Kína. - mynd
  • Pétur Yang Li, viðskiptafulltrúi, flutti kynningu fyrir Sidekick - mynd
  • Guðmundur Fertram Sigurjónsson, stofnandi og forstjóri Kerecis - mynd

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta