Hoppa yfir valmynd
12. maí 2005 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - mars 2005: Greinargerð 12 maí 2005.

Greiðsluafkoma ríkissjóðs janúar - mars 2005 (PDF 108K)

Greiðsluuppgjör ríkissjóðs fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2005 liggur nú fyrir. Samkvæmt uppgjörinu er breyting á handbæru fé frá rekstri jákvæð um 9,3 milljarða króna á tímabilinu, sem er 8,9 milljörðum króna hagstæðari útkoma heldur en fyrir sama tímabil í fyrra. Þá er útkoman 13 milljörðum betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur reyndust 14,8 milljörðum hærri en í fyrra, á meðan að gjöldin hækka um 5,3 milljarða. Hreinn lánsfjárjöfnuður var jákvæður um 15,5 milljarða króna en var jákvæður um 3,6 milljarða í fyrra.Þar sem uppgjörið nær aðeins til þriggja mánaða geta tilfærslur greiðslna milli mánaða haft veruleg áhrif á samanburð við fyrra ár.

Heildartekjur ríkissjóðs á fyrsta ársfjórðungi þessa árs námu um 79,5 milljörðum króna og hækkuðu um tæpa 14,8 milljarða frá sama tíma í fyrra, eða um 25,4%. Þar af námu skatttekjur ríkisins 75,1 milljarði króna og hækkuðu ívið minna eða 22,8% sem jafngildir um 17,6% raunhækkun.  

Skattar á tekjur og hagnað námu 29,3 milljörðum króna sem er 23,3% meiri innheimta miðað við sama tímabil á síðasta ári. Þar af jókst innheimta skatta á tekjur og hagnað einstaklinga um 13,3%, lögaðila um 6% og innheimta fjármagnstekjuskatta jókst talsvert meira eða um 53,4%. Innheimta tryggingagjalda nam tæplega 7,6 milljörðum króna og hækkaði um 20,5% á milli ára. Til samanburðar má nefna að á sama tímabili hækkaði almennt verðlag um 4,4% og launavísitala Hagstofu Íslands um  6,6%. Innheimta eignaskatta jókst einnig eða um 1,2 milljarða frá sama tíma í fyrra og endurspeglar sú hækkun fyrst og fremst aukna innheimtu stimpilgjalda enda hefur verið mikil aukning í veltu á fasteignamarkaðinum á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra eða um 47,9%.

Þróun almennra veltuskatta, og þá sérstaklega virðisaukaskattsins, gefur góða mynd af þróun eftirspurnar í hagkerfinu en samanlagt hækka almennir veltuskattar um 20,4% eða um 15,3% að raungildi. Þar munar mestu um tæplega 22,9% meiri innheimtu tekna af virðisaukaskatti frá fyrra ári sem er talsvert meiri hækkun en átti sér stað á sama tímabili á síðustu tveimur árum þegar aukningin var tæp 12% milli ára. Auk þess skila vörugjöld af ökutækjum, bensíni og áfengi umtalsvert meiri tekjum en í fyrra, ekki síst vörugjöld af ökutækjum en á fyrstu þremur mánuðum ársins jókst innflutningur bifreiða um 61,4% frá  fyrra ári. Að öllu samanlögðu gefa innheimtutölur, fyrstu þrjá mánuði ársins, enn frekari vísbendingar um að lítið lát virðist vera á almenni eftirspurn sem er takt við þjóðhagsspá fjármálaráðuneytisins frá 27. apríl sl.

Greidd gjöld námu 70,3 milljörðum króna og hækkuðu um 5,2 milljarða frá fyrra ári, eða um 8%. Útgjöld til félagsmála, þ.e. vegna almannatrygginga, fræðslu- og heilbrigðismála, vega langþyngst í útgjöldum ríkissjóðs eða um 67%. Þar kemur einnig fram um 70% hækkunar gjalda milli ára, eða sem nemur 3,6 milljörðum króna. Innan málaflokksins munar mest um hækkun til heibrigðismála, 2,3 milljarða og 1 milljarð vegna fræðslumála. Þá hækka vaxtagreiðslur einnig um milljarð milli ára. Útgreiðslur vegna samgöngumála hækka um 0,6 milljarða en önnur frávik eru mun minni. Greiðslur til nokkurra málaflokka lækka milli ára, s.s. til landbúnaðar- og sjávarútvegsmála.

Lánahreyfingar. Afborganir lána námu 11,4 milljörðum sem skiptast þannig að 9,2 milljarðar eru vegna afborgunar erlends langtímaláns og 2,1 milljarður er forinnlausn spariskírteina. Þá voru 0,9 milljarðar greiddir til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins í því skyni að lækka framtíðarskuldbindingar sjóðsins. Lántökur námu aðeins 1,1 milljarði króna þar sem stutt lán í formi ríkisvíxla voru greidd niður á móti lántöku með ríkisbréfum og erlendum skammtímalánum. Þrátt fyrir afborganir umfram lántökur næmu 10,3 milljörðum króna þá batnaði greiðsluafkoman um 4,4 milljarða á tímabilinu sem skýrist af því að handbært fé frá rekstri og fjármunahreyfingar voru jákvæðar um 15,5 milljarða króna.

 

Sjóðstreymi ríkissjóðs janúar - mars 2005

(Í milljónum króna)

 

2001

2002

2003

2004

2005

Innheimtar tekjur.............................................

54.010

55.454

68.337

64.635

79.449

Greidd gjöld....................................................

55.485

55.945

61.957

65.039

70.255

Tekjujöfnuður.................................................

-1.475

-491

6.380

-404

9.194

Söluhagn. af hlutabr. og eignahl. ....................

-73

-31

-10.720

-

-

Breyting rekstrartengdra eigna og skulda........

-1.658

-1.427

-3.595

838

108

Handbært fé frá rekstri..................................

-3.206

-1.949

-7.935

435

9.301

 

 

 

 

 

 

Fjármunahreyfingar.......................................

-545

2.015

14.340

3.177

6.210

 

 

 

 

 

 

Hreinn lánsfjárjöfnuður.................................

-3.751

65

6.405

3.611

15.511

 

 

 

 

 

 

Afborganir lána..............................................

-6.400

-10.753

-4.953

-13.950

-11.404

   Innanlands....................................................

-6.355

-612

-4.913

-57

-2.220

   Erlendis.........................................................

-45

-10.141

-40

-13.893

-9.184

 

 

 

 

 

 

Greiðslur til LSR og LH.................................

-3.750

-2.250

-1.875

-1.875

-850

 

 

 

 

 

 

Lánsfjárjöfnuður. brúttó................................

-13.902

-12.938

-423

-12.214

3.257

 

 

 

 

 

 

Lántökur.........................................................

13.113

15.634

5.081

34.626

1.094

   Innanlands....................................................

9.433

5.516

12.040

14.240

-3.831

   Erlendis........................................................

3.680

10.118

-6.960

20.387

4.925

 

 

 

 

 

 

Greiðsluafkoma ríkissjóðs............................

-789

2.696

4.657

5.064

4.351

Tekjur ríkissjóðs janúar-mars

(Í milljónum króna)

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

 

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

 

Skatttekjur í heild...............................

54.106

61.192

75.132

2,9

5,0

13,1

22,8

 

   Skattar á tekjur og hagnað.............

20.483

23.779

29.310

0,0

8,3

16,1

23,3

 

     Tekju­skattur einstaklinga...............

14.037

15.501

17.569

14,0

2,9

10,4

13,3

 

     Tekju­skattur lög­aðila.....................

699

2.021

2.142

-48,1

-39,9

189,1

6,0

 

     Skattur á fjár­magns­tekjur og fl .......

5.747

6.257

9.599

20,6

1,2

8,9

53,4

 

  Trygginga­gjöld................................

5.656

6.325

7.621

10,8

3,6

11,8

20,5

 

  Eignar­skattar...................................

1.961

2.392

3.621

-17,5

-8,6

22,0

51,4

 

  Skattar á vöru og þjónustu.............

25.867

28.600

34.445

-0,9

11,1

10,6

20,4

 

     Virðis­auka­skattur..........................

16.008

17.895

21.990

0,0

11,9

11,8

22,9

 

 Aðrir óbeinir skattar.........................

9.859

10.705

12.455

-2,2

9,8

8,6

16,3

 

       Þar af:

 

 

 

 

 

 

 

 

       Vöru­gjöld af öku­tækjum..............

 859    

 1.141    

2.027    

-31,5

50,4

32,8

77,7

 

       Vöru­gjöld af bensíni.....................

1.728    

1.975    

2.041

-3,2

11,1

14,3

3,3

 

       Þung­a­sk­attur.............................

1.630    

1.929    

2.172    

-5,7

3,7

18,3

12,6

 

       Áfengis­gjald og hagn. ÁTVR........

 2.247    

2.188    

2.368    

-0,6

24,6

-2,6

8,2

 

       Annað............................................

3.395    

 3.472    

3.847   

6,6

-2,3

2,3

10,8

 

  Aðrir skattar......................................

140

95

135

4,2

-3,4

-31,8

41,9

 

Aðrar tekjur.........................................

14.231

3.444

4.318

-0,1

261,4

-75,8

22,9

 

Tekjur alls...........................................

68.337

64.635

79.449

2,7

23,2

-5,4

25,4

Gjöld ríkissjóðs janúar-mars

(Í milljónum króna)

 

 

 

 

 

Breyting frá fyrra ári. %

 

2003

2004

2005

2002

2003

2004

2005

 

Almenn mál........................................

6.161

7.217

7.260

21,9

-4,0

17,1

0,6

 

   Almenn opinber mál.........................

3.486

4.008

3.990

31,5

-8,2

15,0

-0,5

 

   Löggæsla og öryggismál..................

2.675

3.209

3.270

10,3

2,1

19,9

1,9

 

Félagsmál..........................................

38.500

43.619

47.218

13,1

12,2

13,3

8,3

 

Þar af: Fræðslu- og menningarmál.....

8.757

10.634

11.588

15,1

8,0

21,4

9,0

 

           Heilbrigðismál..........................

15.816

17.242

19.524

18,4

11,2

9,0

13,2

 

           Almannatryggingamál..............

11.799

13.266

13.489

4,0

17,0

12,4

1,7

 

Atvinnumál........................................

7.727

8.502

9.031

-4,0

-4,2

10,0

6,2

 

Þar af: Landbúnaðarmál.....................

2.974

2.991

2.829

-12,1

-1,4

0,6

-5,4

 

           Samgöngumál..........................

2.501

3.132

3.763

8,5

-17,2

25,2

20,1

 

Vaxtagreiðslur...................................

6.277

2.698

3.698

-51,7

46,6

-57,0

37,1

 

Aðrar greiðslur..................................

3.292

3.004

3.049

9,5

14,7

-8,7

1,5

 

Greiðslur alls.....................................

61.957

65.039

70.255

0,8

10,7

5,0

8,0

 

 

 

 

 

 

 

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta