Hoppa yfir valmynd
4. apríl 2016 Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Ársfjórðungsuppgjör ríkissjóðs fyrir árið 2015

Heildarútgjöld ríkissjóðs á árinu 2015 námu 645,8 ma.kr. að því er fram kemur í bráðabirgðaársuppgjöri sem sýnir stöðu fjármála á árinu hjá einstökum ríkisaðilum í A-hluta ríkissjóðs með hliðsjón af veittum fjárheimildum. Meirihluti fjárlagaliða er innan fjárheimilda á árinu. Ríkisreikningur ársins 2015 verður birtur í júní og þar munu koma fram nánari sundurliðarnir fjárlagaliða.

Heildarútgjöld ársins námu 645,8 ma.kr. og voru 10,3 ma.kr. innan fjárheimilda ársins og eru 18,9 ma.kr. innan heildarheimilda þegar tekið er tillit til fjárheimildastöðu frá fyrra ári.

Samtals eru 195 fjárlagaliðir með útgjöld innan heimilda ársins, samtals 19,2 ma.kr. Þeir 10 fjárlagaliðir með mestan afgang eru með um 12 ma.kr. innan heimilda. Sérstök framlög til Íbúðalánasjóðs eru með 5,7 ma.kr. afgang en gert er ráð fyrir að sú fjárhæð breytist við lokauppgjör ríkisreiknings. Vegagerðin er með 1,4 ma.kr. afgang innan ársins en að teknu tilliti til halla frá fyrra ári er reksturinn í jafnvægi.

Samtals eru 194 fjárlagaliðir eru með útgjöld umfram fjárheimildir ársins, samtals 8,9 ma.kr. 96 fjárlagaliðir eru með halla undir 15 m.kr. Umframútgjöld 10 stærstu liðanna eru um 4,5 ma.kr. og þar af eru Sjúkratryggingar með um 1,1 ma.kr, Fasteignir ríkissjóðs, Ýmsar fasteignir og Framhaldsskólar almennt eru með samtals 1,7 ma.kr. í umframútgjöld á árinu en á móti kemur 1,2 m.kr. afgangur frá fyrra ári. Jafnframt eru vaxtagjöld 0,5 ma.kr. umfram heimildir ársins.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta