Hoppa yfir valmynd
11. nóvember 2004 Heilbrigðisráðuneytið

Ný viðbygging rís við Heilbrigðisstofnun Suðurlands

Ný viðbygging rís við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á SelfossiMynd: Fyrsta skóflustungan tekin

Framkvæmdir við nýja viðbygging við Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi hófust i dag, 11. nóvember 2004, með því að tekin var fyrsta skóflustunga að húsinu. Það gerði Hafsteinn Þorvaldsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Selfossi. Í kjölfar þess var svo undirritaður verksamningur vegna byggingarinnar við JÁ Verktaka á Selfossi, sem áttu lægsta tilboð í verkið tæplega 589 milljónir króna. Það var mat Framkvæmdasýslu ríkisins að þetta væri hagstæðasta tilboðið í þennan áfanga verksins og mælti stofnunin með. Sjö gild tilboð bárust í verkið sem voru á bilinu tæplega 589 til tæplega 692 milljónir króna.

Í hinni nýju viðbyggingu verður hjúkrunarheimili með 26 rýmum, húsnæði heilsugæslunnar á Selfossi og aðstaða fyrir iðju og sjúkraþjálfun. Verklok fyrsta áfanga eru áformuð í febrúar 2007. Nýbyggingin rís vestan við núverandi sjúkrahúsbyggingu og tengist henni. Hún verður tvær hæðir og kjallari.

word-icon Teikning af viðbyggingunni...



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta