Samþykkt nr. 102 um lágmark félagslegs öryggis (1953)
Samþykktir ILO sem Ísland hefur fullgilt
Samþykkt nr. 102 um lágmark félagslegs öryggis (1953)
I. KAFLI
Almenn ákvæði.
1. gr.
1. Í samþykkt þessari
a. merkir orðið „tiltekið“ það, sem tiltekið er með eða samkvæmt landslögum eða reglugerðum;
b. merkir orðið „heimili“ venjulegan dvalarstað í landi aðildarríkisins, og orðin „maður, sem á heimili“ þann mann, sem að staðaldri dvelur í landi aðildarríkisins;
c. merkir orðið „eiginkona“ þá konu, sem framfærð er af manni sínum;
d. merkir orðið „ekkja“ konu, sem var á framfæri manns síns, er hann lést;
e. merkir orðið „barn“ barn á skóla aldri, eða undir 15 ára aldri, eftir því, sem tiltekið kann að vera;
f. merkir orðið „réttindavinnslutími“ iðgjaldagreiðslutíma, starfstíma, aðseturstíma eða þetta allt sameiginlega, eftir því sem tiltekið kann að vera.
2. Í greinunum 10, 34 og 49, merkir orðið „bætur“ ýmist beinar bætur í formi umönnunar, eða óbeinar bætur í því innifaldar, að endurgreiddur sé kostnaður, er hlutaðeigandi maður hefur sjálfur borið.
2. gr.
Hvert það aðildarríki, sem bundið er af samþykkt þessari, skal
a. breyta eftir:
(i) fyrsta kafla;
(ii) að minnsta kosti þremur af öðrum, þriðja, fjórða, fimmta, sjötta, sjöunda, áttunda, níunda og tíunda kafla;
(iii) þeim ákvæðum ellefta, tólfta og þrettánda kafla, sem við eiga; og
(iv) fjórtánda kafla; og
b. um leið og það fullgildir samþykktina, tilgreina hverra af köflunum II.–X. það undirgengst að láta ákvæði samþykktarinnar taka til.
3. gr.
1. Sé svo ástatt um aðildarríki, að efnahagsmál þess og heilbrigðismál séu á lítt þroskuðu stigi, skal því heimilt, ef eða á meðan rétt stjórnvöld telja það nauðsynlegt, að færa sér í nyt með yfirlýsingu, er fylgi fullgildingarskjalinu, þær undantekningar um stundarsakir, sem gert er ráð fyrir í eftirtöldum greinum: 9 d; 12 2; 15 d; 18 2; 21 c; 27 d; 33 b; 34 3; 41 d; 48 c; 55 d; og 61 d;
2. Hvert það aðildarríki, sem gert hefur yfirlýsingu skv. 1. tölul. þessarar greinar, skal taka upp í ársskýrslu sína um framkvæmd þessarar samþykktar, þá er gefin er skv. 22. gr. stjórnarskrár Alþjóðavinnumálastofnunarinnar, yfirlýsingu varðandi hverja þá undantekningu, er það færir sér í nyt, um
a. að ástæðan til þess, að svo er gert, sé enn fyrir hendi; eða
b. að það afsali sér réttinum til þess að færa sér í nyt umrædda undantekningu frá tilteknum degi.
4. gr.
1. Hverju því aðildarríki, sem fullgilt hefur samþykkt þessa, skal síðar heimilt að tilkynna framkvæmdarstjóra Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar að það taki á sig skuldbindingar samþykktarinnar, að því er varðar einn eða fleiri af öðrum til tíunda kafla, þeirra sem ekki eru þegar tilteknir í fullgildingarskjali þess.
2. Þær skuldbindingar, sem um ræðir í 1. mgr. þessarar greinar, skulu teljast heildarhluti fullgildingarskjalsins, og hafa sama gildi og það, frá tilkynningardeginum að telja.
5. gr.
Þar sem þess er krafist af aðildarríki, til þess að fullnægt sé II.–X. kafla samþykktar þessarar að svo miklu leyti sem fullgildingu nær til þeirra, að það verndi tiltekna flokka manna, svo að ekki nemi minna en ákveðinni hundraðstölu starfsfólks eða íbúa, skal aðildarríkið áður en það skuldbindur sig til að fullnægja nokkrum þeirra kafla, ganga úr skugga um það, að náð hafi verið umræddri hundraðstölu.
6. gr.
Til þess að fullnægja II., III., IV., V., VIII., (að svo miklu leyti, sem hann fjallar um læknishjálp), IX. og X. kafla samþykktar þessarar, skal aðildarríki heimilt að taka tillit til þeirrar verndar, sem með tryggingu er fengin, enda þótt þeir aðilar, sem tryggja ber, séu ekki með landslögum eða reglugerðum skyldaðir til slíkrar tryggingar, enda sé hún:
a. undir eftirliti opinberra stjórnvalda, eða framkvæmd svo að fullnægi tilteknum kröfum, með samvinnu milli atvinnurekenda og verkafólks;
b. svo víðtæk að hún taki til verulegs hluta þess fólks, sem ekki hefur meiri tekjur af vinnu sinni en faglærðir karlmenn í annarra þjónustu; og
c. ásamt annarri vernd, þar sem um slíkt er að ræða, svo að fullnægi viðeigandi ákvæðum samþykktarinnar.
II. KAFLI
Læknishjálp.
7. gr.
Hvert það aðildarríki, sem bundið er af þessum kafla samþykktar þessarar, skal tryggja hinum tryggðu að bætur séu veittar í hverju því tilfelli, þar sem læknishjálpar er þörf, hvort heldur til lækningar eða varnar, samkvæmt eftirfarandi greinum þessa kafla.
8. gr.
Þau tilfelli, sem undir þetta koma, skulu taka til allra veikinda, af hverju sem þau stafa, svo og meðgöngu kvenna, barnsburðar og afleiðinga þess.
9. gr.
Tryggingin skal ná til þeirra, sem hér greinir:
a. tiltekinna flokka kaupþega, svo að ekki sé færri en 50% allra kaupþega, og sömuleiðis til eiginkvenna þeirra og barna; eða
b. tiltekinna stétta arðbærlega starfandi manna, svo að ekki færri en 20% allra íbúanna og sömuleiðis eiginkvenna þeirra og barna; eða
c. tiltekinna stétta íbúanna, svo að eigi séu færri en 50% þeirra allra; eða
d. þar sem í gildi er yfirlýsing gefin skv. 3. gr., tiltekinna stétta kaupþega, svo að ekki sé færri en 50% allra kaupþega á þeim vinnustöðum, þar sem vinna tuttugu manns eða fleiri, og sömuleiðis eiginkvenna þeirra og barna.
10. gr.
1. Aðstoðin skal að minnsta kosti fela það í sér, sem nú greinir:
a. Þegar um veikindi er að ræða:
(i) aðstoð venjulegs læknis, þar með taldar heimavitjanir:
(ii) aðstoð sérfróðs læknis í sjúkrahúsum fyrir legusjúklinga og heimangöngusjúklinga, og þá sérfræðingsaðstoð, sem kostur kann að vera á utan sjúkrahúsa;
(iii) nauðsynleg lyf og umbúðir, eftir því sem læknir fyrirskipar; og
(iv) sjúkrahúsvist þegar hennar er þörf; og
b. þegar um er að ræða meðgöngu kvenna og barnsburð og afleiðingar þess:
(i) aðstoð annaðhvort læknis eða lærðrar ljósmóður, fyrir, við og eftir barnsburð; og
(ii) sjúkrahúsvist, þegar hennar er þörf.
2. Krefjast má þess að bótaþegi eða fyrirvinna hans, taki þátt í lækniskostnaði, sem hann nýtur vegna veikinda. Reglurnar um slíka þátttöku í kostnaðinum skulu miða að því, að afstýrt sé harðrétti.
3. Aðstoð veitt samkvæmt þessari grein, skal veitt í þeim tilgangi að rétta við, viðhalda eða bæta heilsu hins tryggða og hæfileika hans til að starfa og sjá sér farborða.
4. Stofnanir þær eða stjórnardeildir, sem aðstoðinni stjórna, skulu með þeim ráðum, sem kunna að teljast henta, hvetja hina tryggðu til þess að færa sér í nyt hina almennu heilsuþjónustu, sem stjórnvöldin eða aðrar stofnanir viðurkenndar af stjórnvöldunum veita þeim aðgang að.
11. gr.
Sú aðstoð, sem 10. gr. tiltekur, skal í þeim tilfellum, sem undir trygginguna falla, tryggð að minnsta kosti þeim aðila, sem hún tekur til, ef hann, eða fyrirvinna hans, hefur lokið þeim réttindavinnslutíma, er kann að teljast nauðsynlegur, til þess að girða fyrir misnotkun.
12. gr.
1. Aðstoð þá, er 10. gr. tiltekur, skal veita svo lengi sem það ástand varir, sem tryggingin tekur til, nema hvað í veikindatilfellum má takmarka tímalengdina við 26 vikur í hverju tilfelli, en eigi skal aðstoðinni hætt meðan greiðslum sjúkrabóta er haldið uppi, og gera skal ráðstafanir til þess, að lengja megi tímann vegna tiltekinna sjúkdóma, sem viðurkennt er að krefjist langvarandi hjúkrunar.
2. Þegar yfirlýsing gerð skv. 3. gr. er í gildi, má takmarka aðstoðartímann við 13 vikur í hverju tilfelli.
III. KAFLI
Sjúkrabætur.
13. gr.
Hvert það aðildarríki, sem bundið er af þessum kafla samþykktar þessarar, skal tryggja hinum tryggðu sjúkrabætur í samræmi við eftirfarandi greinar þessa kafla.
14. gr.
Tryggingin skal ná til þess, er maður verður vanhæfur til vinnu vegna veikinda, ef það veldur því, að hlutaðeigandi hætti í bili að geta unnið fyrir kaupi, eftir því sem landslög eða reglugerðir skýra það.
15. gr.
Tryggingin skal ná til:
a. tiltekinna flokka kaupþega, svo að ekki séu færri en 50% allra kaupþega; eða
b. tiltekinna stétta arðbærlega starfandi fólks, svo að ekki séu færri en 20% allra íbúanna; eða
c. allra íbúa, sem meðan ástandið, sem tryggingin nær til, varir, hafa fjárráð undir því marki, er ákveðið sé í samræmi við ákvæði 67. gr.; eða
d. þar sem yfirlýsing gefin skv. 3. gr. er í gildi, tiltekinna stétta kaupþega, svo að ekki séu færri en 50% allra kaupþega á þeim vinnustöðum, þar sem vinna tuttugu manns eða fleiri.
16. gr.
1. Þegar kaupþegastéttir eða arðbærlega vinnandi stéttir þjóðfélagsins, eru tryggðar, skulu bæturnar vera greiðslur, inntar af hendi á ákveðnum fresti, og með þeim hætti útreiknaðar, að þær séu í samræmi við ákvæði annaðhvort 65. eða 66. gr.
2. Nú eru allir íbúar, sem hafa fjárráð undir ákveðnu marki meðan ástandið varir, tryggðir, og skulu bæturnar þá vera greiðslur, er inntar séu af hendi með vissu millibili og reiknaðar í samræmi við 67. gr.
17. gr.
Bætur þær, sem um ræðir í 16. gr., skulu, í þeim tilfellum, sem þær ná til, tryggðar að minnsta kosti þeim tryggðum manni, er lokið hefur þeim réttindavinnslutíma, sem teljast kann nauðsynlegur, til þess að girt sé fyrir misnotkun.
18. gr.
1. Sá styrkur, sem um ræðir í 16. gr., skal greiddur meðan ástandið varir, nema hvað takmarka má bótatímann við 26. vikur í hverju veikindatilfelli, og þarf þá ekki að greiða hann þrjá fyrstu dagana eftir að tekjur féllu niður.
2. Þar sem yfirlýsing gefin skv. 3. gr. er í gildi, má takmarka bótagreiðslutímann við:
a. Það tímabil, að heildartala sjúkrabótadaga á einu og sama ári, sé ekki lægri en tífalt meðaltal tryggðra manna á því ári; eða
b. 13 vikur í hverju veikindatilfelli og þarf þá ekki að greiða fyrir fyrstu þrjá dagana eftir að tekjur féllu niður.
IV. KAFLI
Atvinnuleysisbætur.
19. gr.
Hvert það aðildarríki, sem þessi kafli samþykktar þessarar tekur til, skal tryggja hinum tryggðu atvinnuleysisbætur í samræmi við eftirfarandi greinar þessa kafla.
20. gr.
Tryggingin skal ná til þess, er hlutaðeigandi missir um sinn af tekjum sínum, eins og það er skilgreint í landslögum eða reglugerðum, sökum þess að hann á ekki kost þeirrar atvinnu, er honum hentar, enda sé hinn tryggði vinnufær og reiðubúinn til vinnu.
21. gr.
Þeir, sem tryggingin nær til, skulu vera:
a. tilteknir flokkar kaupþega, svo að ekki séu færri en 50% allra kaupþega; eða
b. allir þeir íbúar, sem meðan ástandið varir, hafa ekki fjárráð umfram það mark, sem tiltekið er í samræmi við ákvæði 67. gr.; eða
c. þar sem yfirlýsing gefin skv. 3. gr. er í gildi, tilteknar stéttir kaupþega, svo að eigi séu færri en 50% allra kaupþega á þeim vinnustöðum, þar sem vinna tuttugu manns eða fleiri.
22. gr.
1. Þar sem stéttir kaupþega eru tryggðar, skulu bæturnar vera greiðslur, inntar af hendi með vissu millibili og reiknaðar út í samræmi við ákvæði annað hvort 65. eða 66. greinar,
2. Nú eru allir íbúar, sem hafa fjárráð undir ákveðnu marki meðan ástandið varir, tryggðir, og skal þá styrkurinn vera í samræmi við ákvæði 67. greinar.
23. gr.
Bætur þær, er um ræðir í 22. gr, skulu, í þeim tilfellum, sem þær ná til, tryggðar að minnsta kosti þeim tryggðum manni, er lokið hefur þeim réttindavinnslutíma, sem nauðsynlegur kann að teljast, til þess að girt sé fyrir misnotkun.
24. gr.
1. Styrkur sá, er um ræðir í 22. gr., skal veittur meðan ástandið varir, nema hvað takmarka má tímalengd hans:
a. við 13 vikur á 12 mánaða tímabili, þar sem flokkar kaupþega eru tryggðir; eða
b. við 26 vikur á 12 mánaða tímabili, þar sem allir þeir íbúar eru tryggðir, sem ekki hafa fjárráð umfram tiltekið mark.
2. Þar sem landslög eða reglugerðir mæla svo fyrir, að lengd styrktímans skuli fara eftir lengd iðgjaldatímabilsins og/eða áður mótteknum bótum á tilteknu tímabili, skal ákvæðum stafliðs a í 1. tölul. talið fullnægt, ef meðallengd styrktímans er a.m.k. 13 vikur á 12 mánaða tímabili.
3. Bæturnar þarf ekki að greiða fyrir biðtíma, er sé fyrstu sjö dagarnir í hverju því tilfelli er tekjur hafa stöðvast, og skal þá telja atvinnuleysisdaga fyrir og eftir stundaratvinnu, er ekki varir lengur en tiltekinn tíma, sem hluta sama atvinnuleysistímabils.
4. Þegar um er að ræða árstíðavinnu má haga lengd styrktíma og biðtíma eftir starfskjörum.
V. KAFLI
Ellilífeyrir.
25. gr.
Hvert það aðildarríki, sem þessi kafli samþykktar þessarar tekur til, skal tryggja hinum tryggðu ellilífeyri í samræmi við eftirfarandi greinar þessa kafla.
26. gr.
1. Tryggingin skal taka til þeirra, sem lifa fram yfir tiltekinn aldur.
2. Hið tiltekna aldursmark skal ekki vera hærra en 65 ár, eða það hærra aldursmark, sem ákveðið kann að vera af þar til bæru stjórnvaldi, með fullu tilliti til starfsgetu aldraðs fólks í hlutaðeigandi landi.
3. Með landslögum eða reglugerðum má ákveða að lífeyrisgreiðslur manns sem annars ætti rétt á henni, megi fresta, ef sá maður hefur eitthvert tiltekið arðbært starf, eða ef styrkur er háður iðgjaldagreiðslu, megi lækka hann, þegar tekjur styrkþega fara fram úr tiltekinni upphæð, og ef hann er ekki háður iðgjaldagreiðslu megi lækka hann ef vinnutekjur lífeyrisþega eða aðrar tekjur hans eða þetta hvort tveggja samanlagt fer fram úr tiltekinni upphæð.
27. gr.
Þeir, sem tryggingin nær til, skulu vera:
a. tilteknar stéttir kaupþega, svo að eigi séu færri en 50% allra kaupþega; eða
b. tilteknar stéttir arðbærlega starfandi fólks, svo að ekki séu færri en 20% allra íbúa; eða
c. allir íbúar landsins, sem hafa á þeim tíma, sem um er að ræða, fjárráð, sem ekki fara yfir ákveðið mark, er sé í samræmi við ákvæði 67. gr.; eða
d. þar sem yfirlýsing gefin skv. 3. gr. er í gildi, tilteknar stéttir kaupþega, svo að eigi séu færri en 50% af öllum kaupþegum á þeim vinnustöðum, þar sem vinna tuttugu manns eða fleiri.
28. gr.
Lífeyririnn skal vera greiðslur, er inntar séu af hendi með ákveðnu millibili og reiknaðar eins og hér segir:
a. Þar sem flokkar kaupþega eða flokkar fólks í arðberandi starfi eru tryggðir, skal það gert þannig, að í samræmi sé við ákvæði 65. eða 66. gr.;
b. þar sem allir íbúar landsins, sem ekki hafa fjárráð umfram ákveðið hámark á tímabilinu, sem lífeyrir er greiddur fyrir, skal hann reiknaður þannig að í samræmi sé við ákvæði 67. gr.
29. gr.
1. Lífeyrir sá, er um ræðir í 28. gr., skal, í þeim tilfellum, sem koma undir hann, vera tryggður að minnsta kosti:
a. hverjum þeim tryggðum manni, sem áður en til þessa kom, hefur í samræmi við tilteknar reglur lokið réttindavinnslutíma, sem getur verið annað hvort þrjátíu ára iðgjaldagreiðsla eða starf eða 20 ára búseta; eða
b. þar sem það er reglan að allt arðbærlega starfandi fólk sé tryggt, þá þeim tryggðum aðila, sem hefur lokið tilteknum réttindavinnslutíma með iðgjaldagreiðslu, enda hafi tilskilið árlegt meðaltal iðgjalda verið greitt hans vegna, eftir að hann náði starfsaldri.
2. Þar sem lífeyrir sá, er um ræðir í 1. tölul., er bundinn við lágmarkstímabil iðgjaldagreiðslu eða starfs, skal lægri lífeyrir tryggður að minnsta kosti;
a. hverjum þeim tryggðum manni, sem áður en til þessa kom, hefur í samræmi við tilteknar reglur lokið 15 ára réttindavinnslutíma með iðgjöldum eða starfi; eða
b. þar sem það er reglan að allt arðbærlega starfandi fólk sé tryggt, þá þeim tryggðum aðila, sem hefur lokið tilteknum réttindavinnslutíma með iðgjaldagreiðslu, enda hafi helmingur árlegra iðgjalda, þeirra sem tiltekin eru samkvæmt starflið b í 1. tölul. í þessari grein, verið greiddur fyrir hann meðan hann var á starfsaldri.
3. Svo skal litið á að skilyrðum 1. tölul. þessarar greinar hafi verið fullnægt, þar sem lífeyrir reiknaður samkvæmt ákvæðum XI. kafla, en tíu hundraðshlutum lægri, en ákveðið er í fylgiskjali með þeim kafla til handa hlutaðeigandi venjulegum lífeyrisþega, hefur verið tryggður a.m.k. þeim tryggðum aðila, sem hefur lokið samkvæmt tilteknum reglum tíu ára iðgjaldagreiðslu eða starfi eða fimm ára búsetu.
4. Hlutfallslega lækkun má gera á hundraðshluta í fylgiskjali með XI. kafla, þar sem réttindavinnslutíminn, sem svarar til lækkaðs hundraðshluta, fer fram úr 10 árum iðgjaldagreiðslu eða starfs, en er undir 30 árum iðgjaldagreiðslu eða starfs, ef slíkur réttindavinnslutími fer fram úr 15 árum, skal greiða lækkaðan lífeyri í samræmi við 2. tölul. þessarar greinar.
5. Þar sem lífeyrir sá, sem um ræðir í 1., 3. eða 4. tölul. þessarar greinar, er bundinn við lágmarkstíma iðgjaldagreiðslu eða starfs, skal tryggðum aðila greiddur lækkaður lífeyrir við tiltekin skilyrði, enda sé þá svo að einungis sökum síns háa aldurs á þeim tíma, er viðeigandi ákvæði þessa kafla gengu í gildi, hafi hann ekki fullnægt skilyrðum þeim, sem tiltekin eru skv. 2. tölul. þessarar greinar, nema lífeyrir samkvæmt ákvæðum 1., 3. eða 4. tölul. þessarar greinar, hafi verið tryggður þeim aðila við hærri aldur en venjulegan.
30. gr.
Lífeyrir sá, er um ræðir í 28. og 29. gr., skal greiddur meðan skilyrði lífeyrisgreiðslunnar eru fyrir hendi.
VI. KAFLI
Atvinnuslysabætur.
31. gr.
Hvert það aðildarríki, sem þessi kafli samþykktar þessarar tekur til, skal tryggja hinum tryggðu atvinnuslysabætur í samræmi við eftirfarandi greinar þessa kafla.
32. gr.
Tryggingin skal taka yfir það, er að neðan greinir, þegar það stafar af slysum eða tilteknum sjúkdómi, er leiðir af atvinnunni:
a. veikindi;
b. vanhæfi til vinnu, sem er afleiðing af slíkum veikindum og veldur því, að hlutaðeigandi maður missir af kaupi, eins og það er skilgreint í landslögum eða reglugerðum;
c. missir starfsgetunnar allrar, eða fram yfir ákveðið stig, sem er líklegur til að verða varanlegur, eða tilsvarandi örorkustig; og
d. sá framfærslumissir, sem eiginkona eða barn verður fyrir við dauða fyrirvinnunnar; þegar um ekkju er að ræða, má binda réttinn til bóta því skilyrði, að ályktað sé samkvæmt landslögum eða reglugerðum að hún geti ekki sjálf unnið fyrir sér.
33. gr.
Þeir, sem tryggingin nær til, skulu vera:
a. tilteknar stéttir kaupþega, svo að ekki séu færri en 50% allra kaupþega, og að því er tekur til dauða fyrirvinnu, einnig kona hans og börn; eða
b. þar sem yfirlýsing gefin skv. 3. gr. er í gildi, tilteknar stéttir kaupþega svo að ekki séu færri en 50% allra kaupþega á vinnustöðum, þar sem starfa 20 manns eða fleiri, og að því er tekur til dauða fyrirvinnu, einnig kona hans og börn.
34. gr.
1. Þegar um veikindi er að ræða, skulu bæturnar fólgnar í læknishjálp, eftir því sem segir í 2. og 3. tölul. þessarar greinar.
2. Læknishjálp skal taka til þess, er hér segir:
a. hjálp almennra lækna og sérfræðinga innan sjúkrahúsa og utan, þar með taldar vitjanir í heimahúsum;
b. tannlækningar;
c. hjúkrun heima eða í sjúkrahúsi, eða öðrum lækningastofnunum;
d. framfærsla í sjúkrahúsi, hressingarhæli, heilsuhæli eða öðrum lækningastofnunum;
e. lyf, umbúðir og aðrar læknislegar nauðsynjar, þar á meðal til tanna svo og gervilimir og viðhald þeirra, gleraugu; og
f. umönnun af hálfu þeirra manna af öðrum lærðum stéttum, sem á hverjum tíma kunna að vera löglega viðurkenndar og tengdar eru læknastéttinni, undir eftirliti læknis eða tannlæknis.
3. Þar sem yfirlýsing gefin skv. 3. gr. er í gildi, skal læknishjálp að minnsta kosti fólgin í:
a. umönnun almenns læknis, þar með taldar vitjanir í heimahúsum;
b. umönnun sérfræðinga í sjúkrahúsi fyrir þá, sem þar liggja eða þangað ganga og þá umönnun sérfræðinga, sem kostur kann að vera á utan sjúkrahúss;
c. nauðsynleg lyf og hjúkrunargögn, eftir fyrirsögn læknis eða annars þar til bærs aðila; og
d. sjúkrahúsvist, þegar hennar er þörf.
4. Sú læknishjálp, sem látin er í té samkvæmt framanrituðum málsgreinum, skal veitt í þeim tilgangi að viðhalda, endurheimta eða bæta heilsu hins tryggða og möguleika hans til að vinna og sjá sér farborða.
35. gr.
1. Stofnanir þær eða stjórnardeildir, er sjá um læknishjálpina, skulu alls staðar, þar sem það hentar, hafa samvinnu við þá aðila, sem almennt vinna að því að gera menn færa til þess að sinna starfi sínu á ný, með það fyrir augum, að fatlaðir menn komist aftur í hentuga atvinnu.
2. Landslög eða reglugerðir mega heimila slíkum stofnunum eða stjórnardeildum að tryggja það, að ráðstafanir séu gerðar til þess að fatlaðir menn verði aftur færir til starfa.
36. gr.
1. Þegar um er að ræða vanhæfi til starfs, missi alls möguleika til þess að vinna fyrir sér, og líkindi eru til að svo verði til frambúðar eða tilsvarandi örorkustig, eða dauða fyrirvinnunnar, skulu bæturnar vera greiðslur inntar af hendi á vissum fresti, reiknaðar á þann hátt að sé í samræmi við ákvæði 65. eða 66. gr.
2. Þegar um er að ræða missi nokkurs hluta getunnar til þess að vinna fyrir sér, og líklegt er að svo verði til frambúðar, eða tilsvarandi örorkustig, skulu bæturnar, þar sem þær eiga að greiðast, inntar af hendi með greiðslum á vissu millibili og séu þær í hæfilegu hlutfalli við þann styrk, sem ákveðinn er fyrir algjöran missi getunnar til þess að vinna fyrir sér eða tilsvarandi örorkustig.
3. Í stað greiðslna með tilteknu millibili má greiða heildarupphæð:
a. þar sem vanhæfið er á lágu stigi, eða
b. þar sem hlutaðeigandi stjórnvöld telja öruggt að heildarupphæðin verði skynsamlega notuð.
37. gr.
Bætur þær, sem tilteknar eru í 34. og 36. gr., skulu í þeim tilfellum, sem trygging tekur til, tryggðar a.m.k. tryggðum manni, sem var í vinnu í landi aðildarríkis er slysið varð, ef skaðinn er afleiðing slyss, eða þegar hann tekur veikina, ef skaðinn er afleiðing veikinda, og enn fremur að bæturnar séu tryggðar ekkju og eftirlifandi börnum, ef um er að ræða, greiðslur með vissu millibili vegna dauða fyrirvinnu þeirra.
38. gr.
Þær bætur, sem tilteknar eru í 34. og 36. gr., skulu veittar meðan hið bótaskylda ástand varir, með þeirri undantekningu, að vegna vanhæfis til vinnu þarf í hverju tilfelli ekki að greiða vegna þriggja fyrstu daganna frá því að kaupgreiðsla féll niður.
VII. KAFLI
Fjölskyldubætur.
39. gr.
Hvert það aðildarríki, sem þessi kafli samþykktar þessarar tekur til, skal tryggja hinum tryggðu fjölskyldubætur í samræmi við eftirfarandi greinar þessa kafla.
40. gr.
Svið tryggingarinnar skal vera það, að hún taki til framfærslu barna eftir því, sem tiltekið er.
41. gr.
Tryggingin skal ná til þeirra, sem hér greinir:
a. tiltekinna flokka kaupþega, svo að nemi ekki færri en 50% allra kaupþega; eða
b. tiltekinna flokka arðbærlega starfandi manna, svo að ekki nemi færri en 20% allra íbúanna; eða
c. allra íbúa, sem meðan skilyrði bótanna eru fyrir hendi, hafa fjárráð, er ekki fari yfir ákveðið mark; eða
d. þar sem yfirlýsing gefin skv. 3. gr. er í gildi, tiltekinna stétta kaupþega, svo að nemi ekki færri en 50% allra starfsmanna á vinnustöðum, þar sem vinna tuttugu manns eða fleiri.
42. gr.
Bæturnar skulu vera fólgnar í:
a. greiðslum, er inntar séu af hendi með vissu millibili til hvers þess aðila, sem tryggður er og hefur lokið tilteknum réttindavinnslutíma; eða
b. veitingu matvæla, fatnaðar, húsnæðis, frídaga eða heimilisaðstoðar til barna eða vegna þeirra; eða
c. því, sem greinir í a. og b. sameiginlega.
Bætur þær, er um ræðir í 42. gr. skulu tryggðar a.m.k. þeim tryggðum aðila, sem innan tiltekins tíma hefur lokið réttindavinnslutíma, sem getur verið 3 mánuðir iðgjaldagreiðslu eða starfs eða eitt ár heimilisfestu eftir því, sem tiltekið kann að vera.
44. gr.
Heildarupphæð bóta, sem veittar eru tryggðum aðilum, skv. 42. gr. skulu vera:
a. 3% af kaupi venjulegs fullorðins verkamanns eins og það er ákveðið samkvæmt reglum þeim, sem gefnar eru í 66. gr. margfaldað með heildartölu barna hinna tryggðu aðila; eða
b. 1,5% af nefndu kaupi margfölduðu með heildartölu barna allra íbúa.
45. gr.
Þar sem styrkurinn er fólginn í greiðslum, sem inntar eru af hendi með vissu millibili, skal hann greiddur meðan hið tryggða ástand varir.
VIII. KAFLI
Mæðrastyrkur.
46. gr.
Hvert það aðildarríki, sem þessi kafli samþykktar þessarar tekur til, skal tryggja hinum tryggðu mæðrastyrk í samræmi við eftirfarandi greinar þessa kafla.
47. gr.
Tryggingin skal taka til, meðgöngu kvenna ásamt barnsburði og afleiðinga þess, svo og stöðvun tekna, er af þessu stafar, eins og það er skilgreint í landslögum eða reglugerðum.
48. gr.
Tryggingin skal ná til:
a. allra kvenna í tilteknum stéttum kaupþega, enda séu í þeim stéttum ekki færri en 50% allra kaupþega og, að því er tekur til læknishjálpar vegna meðgöngu og barnsfæðingar, einnig til eiginkvenna þeirra manna, sem í þessum stéttum eru; eða
b. allra kvenna í tilteknum flokkum arðbærlega starfandi fólks, enda séu í þeim flokkum ekki færri en 20% allra landsmanna og að því er varðar læknishjálp til kvenna vegna meðgöngu og barnsburðar, einnig eiginkvenna þeirra manna, sem í þessum flokkum eru, eða
c. þar sem yfirlýsing gefin í samræmi við 3. gr. er í gildi, allra kvenna af tilteknum stéttum kaupþega, enda séu í þeim stéttum eigi færri en 50% allra kaupþega á vinnustöðum, þar sem vinna 20 manns eða fleiri, og að því er til læknishjálpar kemur vegna meðgöngu og barnsfæðingar, einnig eiginkvenna manna í þessum stéttum.
49. gr.
1. Að því er varðar meðgöngu kvenna, barnsburð og afleiðingar þess, skal aðstoðin vera læknishjálp eins og hún er skilgreind í 2. og 3. tölul. þessarar greinar.
2. Læknishjálpin skal innifela að minnsta kosti:
a. umönnun læknis eða lærðrar ljósmóður fyrir barnsburð, meðan á honum stendur og eftir hann; og
b. sjúkrahúsvist , þegar hennar gerist þörf.
3. Læknishjálp sú, er um ræðir í 2. tölul. þessarar greinar, skal í té látin í þeim tilgangi að viðhalda, endurheimta og bæta heilsu tryggðrar konu og hæfileika hennar til að starfa og sjá sér farborða.
4. Stofnanir þær eða stjórnardeildir, sem sjá um veitingu læknishjálpar vegna meðgöngu og barnsburðar, skulu, með þeim aðferðum, er þær kunna að telja hagkvæmar, hvetja hlutaðeigandi konur til þess að færa sér í nyt hina almennu heilsuverndarþjónustu, sem stjórnvöld eða aðrar stofnanir viðurkenndar af þeim, gefa þeim kost á.
50. gr.
Að því er varðar stöðvun tekna sökum meðgöngu, barnsburðar og afleiðinga þess, skal styrkurinn vera greiðsla innt af hendi á ákveðnum fresti og útreiknuð í samræmi við ákvæði 65. eða 66. gr. Upphæð þeirra greiðslna, sem inntar eru af hendi með tilteknu millibili, má vera breytileg meðan ástandið varir, að því tilskyldu að meðaltal þeirra sé í samræmi við þessi skilyrði.
51. gr.
Í þeim tilfellum, sem tryggð eru, skal styrkur sá, er um ræðir í 49. og 50. gr., tryggður að minnsta kosti hverri konu í þeim stéttum, sem tryggðar eru, svo framarlega sem hún hefur lokið réttindavinnslutíma, sem teljast kann nauðsynlegur til þess að girða fyrir misnotkun, og styrkur sá, er um ræðir í 49. gr., skal enn fremur tryggður konu manns innan hinna tryggðu stétta svo framarlega, sem hann hefur lokið slíkum réttindavinnslutíma.
52. gr.
Styrkur sá, er um ræðir í 49. og 50. gr., skal veittur á meðan ástandið varir, nema hvað greiðslur, sem inntar eru af hendi á ákveðnum fresti, má takmarka við tólf vikur, nema lengra fjarvistartíma frá starfi sé krafist eða hann leyfður í landslögum eða reglugerðum, og má þá ekki takmarka bann við tímabil, sem sé styttra en það lengra tímabil.
IX. KAFLI
Örorkubætur.
53. gr.
Hvert það aðildarríki, sem þessi kafli þessarar samþykktar tekur til, skal tryggja hinum tryggðu örorkubætur í samræmi við eftirfarandi greinar þessa kafla.
54. gr.
Tryggingin tekur til þess er maður er ófær til þess að stunda arðbæra atvinnu í svo ríkum mæli sem nánar er tiltekið, enda sé líklegt að svo verði til frambúðar, og að þetta haldist eftir að hætt er að greiða sjúkrabætur.
55. gr.
Tryggingin skal ná til:
a. tiltekinna flokka kaupþega, er séu eigi færri en 50% allra kaupþega; eða
b. tiltekinna stétta arðbærlega vinnandi fólks, er eigi sé færra en 20% allra landsmanna; eða
c. allra landsmanna, sem á meðan ástandið varir hafi ekki þau fjárráð, er fari yfir mark, sem sé þannig ákveðið að sé í samræmi við 67. gr. eða
d. þar sem yfirlýsing, gefin skv. 3. gr., er í gildi, tiltekinna stétta kaupþega, þeirra er eigi séu færri en 50% allra kaupþega á vinnustöðum, þar sem vinna tuttugu manns eða fleiri.
56. gr.
Bæturnar skulu vera greiðslur inntar af höndum með vissu millibili, sem hér segir:
a. Þar sem flokkar kaupþega eða flokkar arðbærlega starfandi fólks eru tryggðir, þó á þann hátt að í samræmi sé við ákvæði 65. eða 66. gr.
b. Þar sem allir landsmenn, sem meðan ástandið varir hafa ekki fjárráð fram yfir tiltekið mark, eru tryggðir, þá með þeim hætti að sé í samræmi við ákvæði 67. gr.
57. gr.
1. Bætur þær, er um ræðir í 56. gr., skulu, þar sem svo er ástatt, vera tryggðar a.m.k.
a. þeim tryggðum aðila, sem hefur áður en tilfellið gerðist samkvæmt tilteknum reglum lokið réttindavinnslutíma, sem getur verið 15 ár iðgjaldagreiðslu eða starfs eða 10 ár búsetu, eða
b. þar sem það er reglan að allt arðbærlega starfandi fólk sé tryggt, þá þeim tryggðum aðila, sem hefur lokið réttindavinnslutíma, er sé þrjú ár iðgjaldagreiðslu, enda hafi verið greitt hið árlega tiltekna meðaltal iðgjalda hans vegna meðan hann var á starfsaldri.
2. Þar sem bætur þær, er um ræðir í 1. tölul., eru bundnar við lágmarkstímabil iðgjaldagreiðslu eða starfs, skulu lægri bætur tryggðar a.m.k.:
a. tryggðum aðila, sem áður en tilfellið gerðist, hefur í samræmi við tilteknar reglur lokið réttindavinnslutíma, er sé fimm ár iðgjaldagreiðsla eða starfs; eða
b. þar sem það er reglan að allt arðbærlega starfandi fólk sé tryggt, þeim tryggðum aðila, sem hefur lokið réttindavinnslutíma, er sé þrjú ár iðgjaldagreiðslu, enda hafi hans vegna meðan hann var á starfsaldri verið greiddur helmingur hinna tilskyldu árlegu greiðslna samkvæmt staflið b. í tölulið 1 í þessari grein.
3. Ákvæðum 1. tölul. þessarar greinar skal talið fullnægt, ef bætur reiknaðar samkvæmt ákvæðum XI. kafla, en 10% lægri en tiltekið er í fylgiskjali með þeim kafla fyrir hlutaðeigandi almennan bótaþega, eru tryggðar a.m.k. tryggðum aðila, sem hefur lokið, eftir tilteknum reglum, fimm árum iðgjaldagreiðslu, starfs eða búsetu.
4. Tilsvarandi lækkun hundraðshluta þess, sem tiltekinn er í fylgiskjali með XI. kafla, má gera þegar réttindavinnslutíminn svarandi til hins lækkaða hundraðshluta fer fram úr fimm árum iðgjaldagreiðslu eða starfs, en er undir 15 árum iðgjaldagreiðslu eða starfs. Hinar lægri bætur skal greiða skv. 2. tölul. þessarar greinar.
58. gr.
Bætur þær, er um ræðir í 56. og 57. gr" skulu greiddar svo lengi sem ástandið varir eða þar til greiða ber ellilífeyri.
X. KAFLI
Eftirlifendabætur.
59. gr.
Hvert það aðildarríki, sem þessi kafli samþykktar þessarar tekur til, skal tryggja hinum tryggðu eftirlifendabætur í samræmi við eftirfarandi greinar þessa kafla.
60. gr.
1. Tryggingin skal taka til þess, er ekkja eða barn missir af framfærslu vegna fráfalls fyrirvinnunnar. Þegar um ekkju er að ræða mega bæturnar vera bundnar því skilyrði, að hún sé samkvæmt lögum og reglugerðum landsins talin ófær um að sjá sér farborða á eigin spýtur.
2. Landslög eða reglugerðir mega kveða svo á að bótagreiðslur, sem aðili annars á rétt á, megi um sinn falla niður, ef sá hinn sami vinnur að einhverju arðbæru starfi, eða bæturnar, séu þar háðar iðgjaldagreiðslu, megi lækka, ef atvinnutekjur bótaþega fara fram úr tiltekinni upphæð, og ef þær eru ekki háðar iðgjaldagreiðslu, megi lækka þær þegar atvinnutekjur bótaþegans eða önnur fjárráð hans, eða þetta tvennt samanlagt, fer fram úr tiltekinni upphæð.
61. gr.
Tryggingin skal ná til:
a. Eiginkonu og barna fyrirvinnu í tilteknum flokkum kaupþega, enda séu í þeim flokkum ekki færri en 50% af öllum kaupþegum; eða
b. eiginkonu og barna fyrirvinnu í tilteknum flokkum arðbærlega vinnandi fólks, enda sé í þeim flokkum ekki færri en 20% allra landmanna; eða
c. allra ekkna og barna búsettra í landinu, er misst hafa fyrirvinnu sína, og meðan ástandið varir, hafa ekki þau fjárráð, er fari yfir tiltekið mark, sem ákveðið sé í samræmi við ákvæði 67. gr.; eða
d. þar sem yfirlýsing, gefin skv. 3. gr., er í gildi, eiginkonu og barna fyrirvinnu í tilteknum stéttum kaupþega, enda séu í þeim stéttum ekki færri en 50% allra kaupþega á þeim vinnustöðum, þar sem vinna tuttugu manns eða fleiri.
62. gr.
Bæturnar skulu vera greiðslur, inntar af hendi með vissu millibili, og reiknaðar sem hér segir:
a. Þar sem flokkar kaupþega eða flokkar aðbærlega vinnandi fólks eru tryggðir, þó með þeim hætti að í samræmi sé við ákvæði 65. eða 66. gr.
b. þar sem allir landsmenn, sem meðan ástandið varir, hafa ekki þau fjárráð, er fari yfir tiltekið mark, eru tryggðir, þá með þeim hætti að sé í samræmi við 67. gr.
63. gr.
1. Bætur þær, er um ræðir í 62. gr. skulu, þegar þær eru greiddar, vera tryggðar a.m.k.:
a. Þeim tryggðum aðila, er fyrirvinna hans hefur samkvæmt tilteknum reglum lokið réttindavinnslutíma, sem getur verið fimmtán ár iðgjaldagreiðslu eða starfs, eða tíu ár búsetu; eða
b. þar sem það er reglan að eiginkonur og börn allra arðbærlega vinnandi manna séu tryggð, þá þeim tryggðum aðila, er fyrirvinna hans hefur lokið réttindavinnslutíma, er sé þrjú ár iðgjaldagreiðslu, enda hafi vegna fyrirvinnu hans meðan hún var á starfsaldri, verið innt af hendi hið tiltekna árlega meðaltal iðgjalda.
2. Þegar bætur þær, er um ræðir í 1. tölul. eru bundnar við lágmarkstímabil iðgjaldagreiðslu eða starfs, skulu lægri bætur tryggðar a.m.k.:
a. þeim tryggðum aðila, er fyrirvinna hans hefur samkvæmt tilteknum reglum lokið réttindavinnslutíma, er sé fimm ár iðgjaldagreiðslu eða starfs; eða
b. þar sem það er reglan að eiginkonur og börn allra arðbærlega vinnandi manna séu tryggð, þá þeim tryggðum aðila, er fyrirvinna hans hefur lokið réttindavinnslutíma, er sé þrjú ár iðgjaldagreiðslu, enda hafi vegna þeirrar fyrirvinnu meðan hún var á starfsaldri verið innt af hendi hálft árlegt meðaltal iðgjaldagreiðslu, er tiltekið sé í samræmi við staflið b. fyrsta töluliðs þessarar greinar.
3. Ákvæðum 1. tölul. þessarar greinar skal talið fullnægt, ef bætur reiknaðar samkvæmt ákvæðum XI. kafla, en 10% lægri en tiltekið er í fylgiskjali með þeim kafla fyrir hlutaðeigandi almennan bótaþega, eru tryggðar a.m.k. tryggðum aðila, enda hafi fyrirvinna hans lokið eftir tilteknum reglum fimm árum iðgjaldagreiðslu, starfs eða búsetu.
4. Tilsvarandi lækkun hundraðshluta þess, sem tiltekinn er í fylgiskjali með XI. kafla má gera þegar réttindavinnslutíminn svarandi til hins lækkaða hundraðshluta fer fram úr fimm árum iðgjaldagreiðslu eða starfs, en er undir 15 árum iðgjaldagreiðslu eða starfs. Hinar lægri bætur skal greiða skv. 2. tölul. þessarar greinar.
5. Til þess að barnlaus ekkja, sem ekki er talin geta framfært sig, skuli hafa rétt til eftirlifendabóta, má setja það skilyrði að hún hafi verið í hjónabandi tiltekinn tíma.
64. gr.
Bætur þær, sem um ræðir í 62. og 63. gr., skulu greiddar meðan hið bótaskylda ástand helst.
XI. KAFLI
Meginreglur, sem farið skal eftir, við greiðslur inntar af hendi með vissu millibili.
65. gr.
1. Þegar um er að ræða greiðslur inntar af hendi með vissu millibili, sem þessi grein tekur til, skulu bæturnar að viðbættum þeim fjölskyldubótum, sem kunna að eiga að greiðast samtímis, vera þær, að því er viðeigandi tilfelli varðar, til handa venjulegum bótaþega eftir því, sem segir í fylgiskjali með þessum kafla, að þær séu að minnsta kosti þargreind hundraðstala, bæði af þeim fyrri heildartekjum bótaþegans eða fyrirvinnu hans og upphæð þeirra fjölskyldubóta, er greiðast kunna að eiga tryggðum aðila með sömu heimilisástæður og hinn venjulegi bótaþegi.
2. Fyrri tekjur bótaþega eða fyrirvinnu hans skulu reiknaðar eftir ákveðnum reglum. Þar sem hinir tryggðu eða fyrirvinnur þeirra eru flokkaðir eftir tekjum þeirra, má reikna fyrri tekjur þeirra eftir grunntekjum þeirra flokka, sem þeir tilheyrðu.
3. Tiltaka má hámark upphæðar bóta og tekna, sem tekið er tillit til við útreikning bóta, enda sé það hámark sett á þann hátt að ákvæða 1. tölul. þessarar greinar sé gætt, þegar fyrri tekjur bótaþegans eða fyrirvinnu hans eru hinar sömu eða lægri en kaup faglærðs vinnandi karlmanns.
4. Fyrri tekjur bótaþega eða fyrirvinnu hans, kaup faglærðs vinnandi karlmanns, bætur og fjölskyldubætur, ef um þær er að ræða, skal allt miðast við sama tíma.
5. Að því er til annarra bótaþega tekur, skulu bæturnar vera í hæfilegu hlutfalli við bætur til venjulegs bótaþega.
6. Í merkingu þessarar greinar skal faglærður karlmaður í annarra þjónustu vera:
a. Setjari (montör) eða rennismiður í vélsmiðju annarri en rafmagnsvéla; eða
b. maður, sem telja má sérkennandi fyrir faglærða stétt, og sé þá haft tillit til ákvæða eftirfarandi greinar; eða
c. maður, sem hefur þær tekjur að þær séu eins miklar eða meiri en tekjur 75% allra hinna tryggðu, skulu þá tekjurnar miðaðar við eitt ár eða skemmra tímabil eftir því, sem tiltekið kann að vera; eða
d. sá maður, er hafi tekjur, sem jafngildi 125% af meðaltekjum allra hinna tryggðu.
7. Sá maður, sem talinn er sérkennandi fyrir faglærða stétt í skilningi b-liðs, næsta töluliðs hér á undan, skal vera maður er starfi í hinum meiri háttar atvinnugreinum, er samanlagt veiti atvinnu mestum fjölda arðbærlega starfandi karlmanna, er tryggðir séu í því tilfelli, sem um er að ræða, eða fyrirvinnur hinna tryggðu, eftir því sem á stendur í þeim flokki, sem fjölmennastur sé af slíkum mönnum eða fyrirvinnum. Í þessu augnamiði skal nota hinar viðurkenndu alþjóðareglur um flokkun allra atvinnugreina, sem Fjárhags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á sjöunda þingi sínu 27. ágúst 1948 og prentuð er sem viðauki við samþykkt þessa, eða þá sömu flokkun eins og hún kann að vera breytt á hverjum tíma.
8. Þar sem bæturnar eru mismunandi eftir landshlutum, má í samræmi við töluliði 6 og 7 í þessari grein ákvarða, hver sé faglærður karlmaður í annarra þjónustu í hverjum landshluta sérstaklega.
9. Kaup faglærðs karlmanns skal ákvarðað með tilliti til launastigans fyrir venjulegan vinnutíma, eins og hann hefur verið ákveðinn með heildarsamningum með eða samkvæmt lögum landsins eða reglugerðum, þar sem það á við, eða með venju og sé talin þar með dýrtíðaruppbót ef nokkur er. Þar sem slíkir taxtar eru mismunandi eftir landshlutum, en ekki er farið eftir 8. tölul. þessarar greinar, skal miða við meðaltaxtann.
10. Upphæðir greiðslna, sem inntar eru af hendi með vissu millibili vegna elli, meiðsla við vinnu (að undanteknu vanhæfi til vinnu), örorku og dauða fyrirvinnu, skulu endurskoðaðar þegar verulegar almennar kaupgjaldsbreytingar hafa orðið, ef þær stafa af verulegum breytingum á framfærslukostnaðinum.
66. gr.
1. Greiðsla, innt af hendi með vissu millibili, sem þessi grein tekur til, að viðbættum fjölskyldubótum, sem kann að vera um að ræða í hverju tilfelli, skal vera það há, að hinn venjulegi bótaþegi, sem tiltekinn er í fylgiskjali með þessum kafla, fái í því bótatilfelli, sem um er að ræða a.m.k. þann hundraðshluta, af samanlögðu kaupi venjulegs fullorðins verkamanns, sem þar er tilgreint, og fjölskyldubóta, sem greiða ber tryggðum manni, sem hefur sömu framfærsluskyldu og hinn venjulegi bótaþegi.
2. Kaup venjulegs fullorðins verkamanns, bæturnar og fjölskyldubætur, ef um þær er að ræða, skal miða við sama tíma.
3. Þar sem um er að ræða aðra bótaþega, skulu bæturnar vera í hæfilegu hlutfalli við bætur venjulegs bótaþega.
4. Í skilningi þessarar greinar skal venjulegur fullorðinn verkamaður vera:
a. maður, sem talinn er sérkennandi fyrir ófaglærða verkamenn í vélsmiði, annarri en smíði rafmagnsvéla; eða
b. maður, sem talinn er sérkennandi fyrir ófaglærða verkamenn, og sé þá miðað við ákvæði næsta töluliðs hér á eftir.
5. Sá maður, sem talinn er sérkennandi fyrir ófaglærða stétt, í skilningi b. liðs næsta töluliðs hér á undan, skal vera maður, er starfi í hinum meiri háttar atvinnugreinum, er samanlagt veiti atvinnu mestum fjölda arðbærlega starfandi karlmanna, er tryggðir séu í því tilfelli, sem um er að ræða, eða fyrirvinnur hinna tryggðu, eftir því, sem á stendur í þeim flokki, sem fjölmennastur sé af slíkum mönnum eða fyrirvinnum. Í þessu augnamiði skal nota hinar viðurkenndu alþjóðareglur um flokkun allra atvinnugreina, sem Fjárhags- og félagsmálaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á sjöunda þingi sínu 27. ágúst 1948 og prentuð er sem viðauki við samþykkt þessa, eða þá sömu flokkun eins og hún kann að vera breytt á hverjum tíma.
6. Þar sem bæturnar eru mismunandi eftir landshlutum má í samræmi við töluliði 4 og 5 í þessari grein ákvarða hver teljist venjulegur fullorðinn verkamaður í hverjum landshluta fyrir sig.
7. Kaup venjulegs fullorðins verkamanns skal ákvarðað með tilliti til launastigans fyrir venjulegan vinnutíma, eins og hann hefur verið ákveðinn með heildarsamningum, með eða samkvæmt lögum landsins eða reglugerðum, þar sem það á við, eða með venju og sé talin þar með dýrtíðaruppbót, ef nokkur er. Þar sem slíkir taxtar eru mismunandi eftir landshlutum, en ekki er farið eftir 6. tölul. þessarar greinar, skal miða við meðaltaxtann.
8. Upphæðir greiðslna, sem inntar eru af hendi með vissu millibili vegna elli, meiðsla við vinnu (að undanteknu vanhæfi til vinnu), örorku og dauða fyrirvinnu, skulu endurskoðaðar þegar verulegar almennar kaupgjaldsbreytingar hafa orðið, ef þær stafa af verulegum breytingum á framfærslukostnaðinum.
67. gr.
Þegar um er að ræða greiðslur, sem inntar eru af hendi með vissu millibili og þessi grein tekur til:
a. Skal upphæð bótanna ákveðin samkvæmt tilteknum stiga eða stiga, sem ákveðinn er af hlutaðeigandi stjórnvaldi í samræmi við tilteknar reglur;
b. má einungis lækka þessa upphæð eftir því, sem önnur fjárráð fjölskyldubótaþegans fara fram úr tilteknum verulegum upphæðum eða verulegum upphæðum ákveðnum af hlutaðeigandi stjórnvaldi í samræmi við gefnar reglur;
c. skal heildarupphæð bótanna að viðbættum öðrum tekjum, eftir að frá hafa verið dregnar þær verulegu upphæðir, sem um ræðir í staflið b, vera fullnægjandi til þess að framfleyta fjölskyldu bótaþegans heilsusamlega og sómasamlega og skal ekki vera lægri en tilsvarandi bætur reiknaðar í samræmi við ákvæði 66. gr.;
d. ákvæðum stafliðs c. skal talið fullnægt af heildarupphæð bóta þeirra, sem greiddar eru samkvæmt viðeigandi kafla, fara a.m.k. 30% fram úr heildarupphæð bóta, sem fást mundu ef farið væri eftir ákvæðum 66. gr. og ákvæðum:
(I) 15. greinar b. að því er tekur til III. kafla
(II) 27. greinar b. að því er tekur til V. kafla
(III) 55. greinar b. að því er tekur til IX. kafla
(IV) 61. greinar b. að því er tekur til X. kafla
Greiðslur inntar af hendi með vissu millibili til venjulegra styrkþega.
Kafli:
|
Tilfelli: | Venjulegir styrkþegar: |
Hundraðshluti:
|
III.
|
Veikindi | Maður með konu og tvö börn |
45
|
IV.
|
Atvinnuleysi | Maður með konu og tvö börn |
45
|
V.
|
Elli | Maður með konu á ellilífeyrisaldri |
40
|
VI.
|
Atvinnuslys: | ||
Vanhæfi til vinnu | Maður með konu og tvö börn |
50
|
|
Örorka | Maður með konu og tvö börn |
50
|
|
Eftirlifendur | Ekkja með tvö börn |
40
|
|
VIII.
|
Mæðrastyrkur | Kona |
45
|
IX.
|
Örorka | Maður með konu og tvö börn |
40
|
X.
|
Eftirlifendur | Ekkja með tvö börn |
40
|
68. gr.
1. Erlendir menn, búsettir í landinu, skulu hafa sama rétt og þegnar ríkisins, þar búsettir, að því tilskyldu að sérstakar reglur má setja um erlenda þegna og þegna ríkisins, sem fæddir eru utan yfirráðasvæðis aðildarríkisins, að því er tekur til bóta eða hluta af bótum greiddum að öllu eða mestu úr almennum sjóðum, og að því er varðar breytingarráðstafanir.
2. Þar sem um er að ræða félagslegar tryggingar með iðgjaldaskyldu, sem taka til starfsfólks, skulu hinir tryggðu, sem eru þegnar annars aðildarríkis, er tekið hefur á sig skyldur, er greinir í viðeigandi kafla samþykktarinnar, njóta samkvæmt þeim kafla, sömu réttinda og þegnar hlutaðeigandi ríkis, að því tilskyldu að framkvæmd þessa töluliðs megi binda því skilyrði, að fyrir hendi sé gagnkvæmissamningur milli tveggja eða fleiri aðila.
XIII. KAFLI
Almenn ákvæði.
69. gr.
Bætur þær, sem tryggður maður hefði annars átt kröfu til, samkvæmt einhverjum af II. til X. kafla þessarar samþykktar, má láta falla niður um sinn að svo miklu leyti, sem ákveðið kann að verða:
a. meðan hlutaðeigandi maður dvelur fjarvistum frá umráðasvæði aðildarríkisins;
b. meðan hlutaðeigandi maður er á opinberu framfæri eða á framfæri tryggingar eða tryggingastofnunar ríkisins, en þó skal þá sá hluti styrksupphæðarinnar, sem fram yfir er verðmæti slíkrar framfærslu, veittur þeim, sem styrkþega ber að framfæra;
c. meðan hlutaðeigandi maður fær aðrar bætur frá félagslegum tryggingum í reiðufé, að undanskildum fjölskyldubótum, og meðan svo er ástatt, að hann fær bætur fyrir tilfelli sitt frá þriðja aðila, enda fari hinn niðurfelldi hluti styrksins ekki fram úr hinum styrknum eða bótunum frá þriðja aðila;
d. ef hlutaðeigandi maður hefur krafist styrksins undir fölsku yfirskini;
e. ef tilfellið hefur orsakast af glæpsamlegu atferli hlutaðeigandi manns;
f. ef tilfellið stafar af vísvitandi óleyfilegu atferli hlutaðeigandi manns;
g. í viðeigandi tilfellum, þar sem hlutaðeigandi maður vanrækir að notfæra sér þá læknis- eða heilsuhjálparþjónustu, sem honum er gerður kostur á, eða lætur undir höfuð leggjast að fylgja fyrirskipuðum reglum um sönnun þess, að tilfellið hafi gerst eða haldist, eða um það, hvernig styrkþegar skuli hegða sér;
h. ef um atvinnuleysisstyrk er að ræða, þegar hlutaðeigandi maður hefur vanrækt að notfæra sér þá ráðningarþjónustu, sem honum er gerður kostur á;
i. ef um atvinnuleysisstyrk er að ræða, þegar hlutaðeigandi maður hefur misst atvinnu sína beinlínis fyrir það, að vinna féll niður sökum vinnudeilu, eða hann hefur farið úr vinnu sjálfkrafa án réttmæts tilefnis; og
j. ef um eftirlifendabætur er að ræða, meðan ekkjan býr með manni eins og hún væri eiginkona hans.
70. gr.
1. Hver kröfuhafi skal hafa áfrýjunarrétt, ef honum er synjað um bætur eða hann telur þær of lágar eða of lélegar.
2. Þar sem framkvæmd samþykktar þessarar er með þeim hætti að stjórnardeild ábyrgri gagnvart löggjafarþinginu er falið að stjórna læknishjálpinni, má í stað áfrýjunarréttar skv. 1. tölul. þessarar greinar, koma réttur til þess að fá kæru vegna synjunar um læknishjálp, eða þá umönnun, sem í té er látin, rannsakaða af viðeigandi stjórnvaldi.
3. Þar sem kröfur eru úrskurðaðar af sérstökum dómstóli, til þess settum að fjalla um félagsleg tryggingarmál, skal ekki þurfa neinn áfrýjunarrétt, enda eigi hinir tryggðu fulltrúa í dóminum.
71. gr.
1. Kostnaður sá, er leiðir af styrkjum þeim, sem veittir eru samkvæmt samþykkt þessari og sömuleiðis stjórnarkostnaðurinn, skal greiðast í heild með iðgjöldum eða sköttum eða hvoru tveggja, á þann hátt að ekki baki efnalitlu fólki harðræði og að tekið sé tillit til efnahags aðildarríkisins og þeirra stétta, sem tryggðar eru.
2. Heildarupphæð þeirra tryggingaiðgjalda, sem launþegar greiða, skal ekki fara fram úr 50% þess heildarfjár, sem varið er til tryggingar launþegum ásamt konum þeirra og börnum. Til þess að ganga úr skugga um það, hvort þessa skilyrðis er gætt, má taka saman alla styrki, sem aðildarríkið hefur veitt samkvæmt samþykkt þessari, að undanskildum fjölskyldubótum og atvinnuslysabótum, ef þær eru veittar í sérstökum flokki.
3. Aðildarríkið skal taka á sig allsherjarábyrgð á því, að fyrir hendi séu styrkir þeir, sem veittir eru samkvæmt samþykkt þessari, og skal það gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að svo sé. Þar sem það hentar, skal aðildarríkið sjá um að gerðar séu við og við nauðsynlegar tryggingarfræðilegar athuganir og útreikningar á fjármálalegu jafnvægi, og að minnsta kosti áður en nokkur breyting er gerð á styrkjum, iðgjaldastiganum, eða í sköttum, sem ganga eiga til að standa straum af þeim greiðslum, sem um er að ræða.
72. gr.
1. Þar sem stjórn trygginganna er ekki fengin í hendur stofnun undir umsjá stjórnvalda, eða stjórnardeild sem ábyrg sé gagnvart löggjafarþinginu, skulu fulltrúar hinna tryggðu taka þátt í stjórninni, eða vera í ráðgefandi sambandi við hana með settum skilyrðum. Líka má með lögum landsins og reglugerðum ákveða þátttöku fulltrúa af hálfu vinnuveitenda og opinberra stjórnvalda.
2. Aðildarríkið skal taka á sig allsherjarábyrgð á góðri stjórn þeirra stofnana og þjónustugreina, ,er taka þátt í framkvæmd samþykktarinnar.
XIV. KAFLI
Ýmis ákvæði.
73. gr.
Undir samþykkt þessa skulu ekki falla:
a. Tilfelli, sem gerðust áður en tilsvarandi kafli samþykktarinnar gekk í gildi hjá hlutaðeigandi aðildarríki;
b. styrkir í tilfellum, sem gerðust eftir að tilsvarandi kafli samþykktarinnar gekk í gildi hjá hlutaðeigandi aðildarríki, að svo miklu leyti, sem rétturinn til slíkra styrkja á upptök sín á þeim tíma, sem á undan fór.
74. gr.
Á þessa samþykkt ber ekki að líta sem endurskoðun neinnar eldri samþykktar.
75. gr.
Ef nokkur sú samþykkt, er þingið síðar kann að gera varðandi nokkurt það efni, sem þessi samþykkt fjallar um, skulu þau ákvæði þessarar samþykktar, er tiltekin kunna að verða á nefndri samþykkt, falla úr gildi hjá hverju því aðildarríki, er fullgilt hefur nefnda samþykkt, á þeim degi, er hún gengur í gildi hjá því aðildarríki.
76. gr.
1. Hvert það aðildarríki, sem fullgildir samþykkt þessa, skal taka upp í ársskýrslu sína um framkvæmd hennar, sem það gefur, skv. 22. gr. stjórnarskrár Alþjóðavinnumálastofnunarinnar:
a. fullkomnar upplýsingar um lög þau og reglugerðir, sem gefa ákvæðum samþykktarinnar gildi; og
b. upplýsingar, er séu svo nákvæmlega sem unnt er í samræmi við tillögur stjórnar Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar um sem mesta samkvæmni í frásögn, fyrir því að fylgt hafi verið þeim skilyrðum um hlutfallstölu, sem greind eru í:
(i) greinunum 9 a, b, c. eða d; 15 a, b eða d; 21 a eða c; 27 a, b eða d; 33 a eða b; 41 a. b eða d; 48 a, b eða c; 55 a, b eða d; 61 a, b eða d; að því er varðar tölu hinna tryggðu;
(ii) greinunum 44, 65, 66 eða 67, að því er varðar bótastigann;
(iii) staflið a í tölulið 2, í 18. gr., að því er varðar lengd sjúkrabótatímans;
(iv) tölulið 2 í 24. gr., að því er varðar lengd styrktíma vegna atvinnuleysis; og
(v) tölulið 2 í 71. gr., að því er varðar hlutföll fjárframlaga með iðgjöldum af hálfu tryggðra kaupþega til tryggingasjóðsins.
2. Hvert það aðildarríki, sem fullgildir samþykkt þess, skal með hæfilegu millibili, eftir því sem stjórnin æskir, senda aðalforstjóra Alþjóðavinnumálaskrifstofunnar skýrslu um lög sín og framkvæmdir, að því er varðar hvern sem vera kann af II. til X. kafla samþykktarinnar og ekki er tiltekinn í fullgildingu þess eða í tilkynningu, er það kann síðar að hafa sent samkvæmt 4. gr.
77. gr.
1. Samþykkt þessi skal ekki taka til sjómanna eða fiskimanna á sjó. Ákvæði um tryggingu sjómanna og fiskimanna á sjó hefur Alþjóðavinnumálaþingið sett í samþykktinni um félagslegt öryggi sjómanna frá 1946 og samþykktinni um eftirlaun sjómanna frá 1946.
2. Aðildarríki má undanskilja sjómenn og fiskimenn á sjó frá tölu kaupþega, tölu arðbærlega starfandi fólks, eða tölu landsmanna, þegar reiknaður er út hundraðshluti kaupþega eða landsmanna tryggðra samkvæmt einhverjum kaflanna II. til X., þeirra er fullgildingin tekur til.
XV. KAFLI
Lokaákvæði.
78.–87. gr.
(Samsvara 12.–21. gr. samþykktar nr. 101 hér að framan.)