Hoppa yfir valmynd
14. desember 2010 Félags- og vinnumarkaðsráðuneytið

Mál nr. 10b/2010

Þriðjudaginn 14. desember 2010 var á fundi úrskurðarnefndar félagsþjónustu tekið fyrir mál nr. 10b/2010:

A

gegn

Fjallabyggð

 

og kveðinn upp svohljóðandi

 

Ú R S K U R Ð U R

Með bréfi A, dags. 8. október 2010, var kærð til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála ákvörðun félagsmálastjóra Fjallabyggðar um fjárhagsaðstoð frá 4. október 2010 og þess farið á leit að kæranda yrði veitt aðstoð við að ná fram rétti sínum til fjárhagsaðstoðar.

Í bréfi Hjartar Hjartarsonar, félagsmálastjóra Fjallabyggðar, til kæranda, dags. 4. október 2010, kemur fram að umsókn kæranda hafi verið tekin til afgreiðslu. Ákvörðun um styrkveitingu taki mið af 14. gr. reglna sveitarfélagsins um fjárhagsaðstoð, um sameiginlegt heimilishald, sem sé mismunur grunnfjárhæðar einstaklings og grunnfjárhæðar hjóna/sambýlisfólks. Styrkfjárhæðin, 69.340 kr., hafi verið lögð inn á bankareikning kæranda.

Samkvæmt 31. gr. reglna um fjárhagsaðstoð á vegum Fjallabyggðar sem settar voru skv. 21. gr. laga um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991, og samþykktar í félagsmálanefnd 8. október 2007 og af bæjarstjórn Fjallabyggðar 16. nóvember 2007 og með breytingum þann 17. mars 2009 er kæranda heimilt, telji hann á rétt sinn hallað samkvæmt reglunum, að vísa ákvörðun til félagsmálanefndar innan fjögurra vikna frá því honum barst vitneskja um ákvörðun. Félagsmálanefnd skal fjalla um umsókn og taka ákvörðun svo fljótt sem unnt er. Var kæranda bent á þennan málskotsrétt í bréfi félagsmálastjóra Fjallabyggðar frá 4. október 2010.

Kærandi skaut ákvörðun félagsmálastjóra til úrskurðarnefndar félagsþjónustu og húsnæðismála. Eins og fram kemur í tilvitnaðri 31. gr. reglna Fjallabyggðar á hann eftir að vísa málinu til félagsmálanefndar áður en unnt er að leggja fram kæru hjá úrskurðarnefndinni. Kæranda er því bent á að snúa sér til Fjallabyggðar með beiðni um að félagsmálanefnd taki mál hans til meðferðar og úrlausnar. Máli þessu er að svo stöddu vísað frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála.

Úrskurð þennan kváðu upp Ása Ólafsdóttir, formaður, Margrét Gunnlaugsdóttir og Gunnar Eydal, meðnefndarmenn.

 

 Úrskurðarorð

 Kæru A er vísað frá úrskurðarnefnd félagsþjónustu og húsnæðismála.

 

Ása Ólafsdóttir,

formaður

  

Margrét Gunnlaugsdóttir                                               Gunnar Eydal

 



Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta