Átt þú hagsmuna að gæta í viðskiptum við Kína?
Markaðir Kína gætu opnast frekar fyrir íslensk fyrirtæki þar sem Ísland á nú í fríverslunarviðræðum við Kína. Næsta samningalota verður haldin í Reykjavík í desember 2012. Gert er ráð fyrir að samningurinn muni ná til bæði vöru- og þjónustuviðskipta, ásamt því að samið verði um ákvæði um aðra þætti m.a. upprunareglur, hollustuhætti og samstarf á ýmsum sviðum.
Utanríkisráðuneytið hvetur fyrirtæki og einstaklinga eindregið til að koma á framfæri við ráðuneytið upplýsingum um viðskiptahagsmuni í Kína á sviði vöru- og þjónustuviðskipta (gerð þjónustu / tollskrárnúmer vöru) sem óskað er eftir að lögð verði áhersla á í viðræðunum Ef fyrirtæki koma sjónarmiðum sínum á framfæri tímanlega getur íslenska samninganefndin haft þau að leiðarljósi við gerð samningsins.
Hægt er að koma ábendingum á framfæri við Ragnar G. Kristjánsson á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins í s. 545-9951 og á netfangið [email protected]