Fundað með utanríkisviðskiptaráðherra Bretlands
Ræddu ráðherrarnir um málefni stofnunarinnar og fríverslun á heimsvísu, auk málefna sem tengjast útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Þáði breski ráðherrann boð utanríkisráðherra um að heimsækja Ísland á næsta ári.
„Íslendingar og Bretar skipa sér í hóp þeirra þjóða sem vilja veg fríverslunar sem mestan. Við áttum góðan fund og við munum halda okkar nána samstarfi áfram. Heimsókn ráðherrans til Íslands á næsta ári er til marks um vilja Breta til að viðhalda og efla náin tengsl ríkjanna,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson eftir fundinn.