Hoppa yfir valmynd
23. maí 2014 Dómsmálaráðuneytið

Alls 239.810 kjósendur á kjörskrárstofnum

Sveitarstjórnir semja kjörskrár eftir kjörskrárstofnum þeim sem Þjóðskrá Íslands lætur þeim í té. Á kjörskrárstofnum sem unnir hafa verið vegna kosninganna 31. maí næstkomandi eru 239.810 kjósendur, 120.431 konur og 119.377 karlar. Samkvæmt þessu eru kjósendur 13.880 fleiri nú en fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 2010, eða sem svarar 6,1%.

Meðal þeirra sem eiga kosningarétt eru 1.919 með lögheimili annars staðar á Norðurlöndum (fyrst og fremst námsmenn). Ríkisborgarar annarra ríkja á Norðurlöndum búsettir hér á landi og með kosningarrétt eru 1.016. Borgarar annarra ríkja eru 9.167 borið saman við 3.525 í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Í þeim hópi hefur því orðið mikil fjölgun eða sem nemur 160%.

18.695 eiga rétt á kjósa í fyrsta sinn
Kjósendur á kjörskrárstofni eru 6% fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Þeir sem eiga kosningarétt í fyrsta sinn til sveitarstjórnar sökum aldurs eru 18.695 en það er 7,8% af heildarfjölda kjósenda.

Pólverjar langflestir erlendra ríkisborgara
Sem fyrr segir eru erlendir ríkisborgarar á kjörskrá mun fleiri en í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Pólskir ríkisborgarar eru þar langflestir eða 4.775 talsins en næstir á eftir þeim eru Litháar, 747. Á meðfylgjandi mynd má sjá þjóðerni kjósenda, annað en íslenskt.

Vakin er athygli á því að tölulegar upplýsingar í kjörskrárstofni Þjóðskár Íslands, sem hér er miðað við fyrir árið 2014, endurspegla ekki endanlega kjörskrá. Breytingar sem eiga eftir að verða á þessum tölum munu þó verða óverulegar og stafa af tvennu: Annars vegar andláti þeirra sem deyja eftir að kjörskrárstofn er unninn og hins vegar leiðréttingum á villum.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta