Hoppa yfir valmynd
14. apríl 2015 Dómsmálaráðuneytið

Innanríkisráðherra ávarpaði setningu prestastefnu í Grafarvogskirkju

Prestastefnan 2015 var sett í Grafarvogskirkju nú undir kvöld. Að lokinni guðsþjónustu flutti biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, yfirlitsræðu sína og síðan flutti Ólöf Nordal innanríkisráðherra ávarp. Fundir prestastefnu standa síðan á morgun og fimmtudag.

Prestastefnan 2015 var sett í Grafarvogskirkju í dag.
Prestastefnan 2015 var sett í Grafarvogskirkju í dag.

Innanríkisráðherra sagði meðal annars í ávarpi sínu að í sínum huga væri mikilvægt að kirkjan væri opinn og frjálslyndur vettvangur allra Íslendinga. ,,Hún þarf að sýna umburðarlyndi og vera ófeimin við að ræða viðkvæm mál en hún hlýtur líka að standa bjargföst á boðskap sínum og hlutverki. Þannig á hún að virða skoðanir annarra og ólík lífsviðhorf og fara óhrædd í samtal um þau mál án þess að víkja af sinni leið,“ sagði ráðherra meðal annars.

Prestastefnan 2015 var sett í Grafarvogskirkju í dag.Þá minntist innanríkisráðherra á þau tímamót að 100 ár væru í ár liðin frá því konur fengu kosningarétt á Íslandi og það minnti okkur á gildi baráttunnar fyrir jöfnum tækifærum í samfélaginu. Á því sviði hefði kirkjan þróast í rétta átt. Ráðherra sagði konur alltaf hafa verið virkar í starfi kirkjunnar, í safnaðarstarfi og grasrótarstarfi en þær hafi líka fyrir löngu tekið að sér forystustörf innan kirkjunnar. Æ fleiri konur væru í guðfræðinámi og í prestastétt.

Biskup Íslands ræddi í setningaræðu sinni um fækkun í þjóðkirkjunni, traust til kirkjunnar og tjáningarfrelsi þeirra sem þjóna í kirkjunni.

Biskup Íslands flytur setningarræðu sína á prestastefnu í dag.

Prestastefnan 2015 var sett í Grafarvogskirkju í dag.

Meðal umræðuefna á prestastefnu að þessu sinni eru pallborðsumræður um kirkjuna og þjóðfélagið og hverjum kirkjan sé að boða fagnaðarerindið. Fjallað verður um fimm alda minningu siðbótarinnar rætt verður í málstofum meðal annars um efnin samfélagsbreytingar, trúarlíf og kirkja og trú, von og þjóð – en þjóðkirkja? Einnig verður greint frá rannsóknum á viðhorfum á gildismati framhaldsskólanema á efninu hvernig ungt fólk talar um trú og trúarbrögð.

Sjá nánar á vef kirkjunnar.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra flutti ávarp við setningu prestastefnu í dag.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta