Hoppa yfir valmynd
14. febrúar 2023 Matvælaráðuneytið

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum

Umhverfissjóður sjókvíaeldis auglýsir eftir umsóknum um styrki til rannsókna sem styðja við markmið sjóðsins um lágmörkun umhverfisáhrifa af völdum sjókvíaeldis, samkvæmt reglugerð nr. 874/2019 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis.

Til úthlutunar á árinu 2023 eru kr. 188.300.000.

Markmið sjóðsins er að lágmarka umhverfisáhrif af völdum sjókvíaeldis. Sjóðurinn greiðir kostnað við rannsóknir vegna burðarþolsmats, vöktunar og annarra verkefna sem stjórn sjóðsins ákveður. Jafnframt er heimilt að veita veiðiréttarhöfum styrki til að mæta kostnaði eða tekjumissi sem ekki er hægt að rekja til ákveðinnar eldisstöðvar. Stofnanir, fiskeldisfyrirtæki, einstaklingar og lögaðilar geta sótt um styrki til sjóðsins.

Samkvæmt reglugerð nr. 874/2019 um Umhverfissjóð sjókvíaeldis skal stjórn sjóðsins taka ákvörðun um forgangsröðun verkefna við úthlutun hvers árs. Við mat á umsóknum við úthlutun árið 2023 verður sérstaklega litið til sjókvíaeldisverkefna sem tengjast kolefnisspori, orkuskiptum og stroki eldisfiska. Eftir sem áður styrkir sjóðurinn verkefni sem falla að markmiðum hans.

Sjóðurinn upplýsir á vef sínum um styrki sem sjóðurinn veitir, þar sem fram koma upplýsingar um nafn viðtakanda, fjárhæð styrkja og heiti verkefnis og markmið. Vakin er athygli á því að loka- og framvinduskýrslur verkefna sem sjóðurinn styrkir skulu almennt vera aðgengilegar á heimasíðu sjóðsins, sbr. starfsreglur stjórnar. Aðrar upplýsingar í umsóknum er varða fjárhag eða viðskiptahagsmuni umsækjenda og annarra einstaklinga og lögaðila er tengjast verkefnum á vegum sjóðsins skulu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál að því marki sem lög takmarka ekki.

Umsóknarfrestur er til klukkan 16:00, 28. mars 2023.

Umsóknum er skilað rafrænt á eyðublaðavef Stjórnarráðsins.
Nánari upplýsingar og úthlutunarreglur má finna inn á vef sjóðsins .


Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta