Hoppa yfir valmynd
4. nóvember 2020 Utanríkisráðuneytið

Þakklæti frá kirkjunni í Úganda til Íslendinga

Erkibiskupinn ásamt starfsfólki sendiráðsins í Kampala. - mynd

Yfirmaður kirkjunnar í Úganda, Stephen Kaziimba erkibiskup, heimsótti sendiráð Íslands í Kampala á dögunum í þeim erindagjörðum að koma á framfæri innilegu þakklæti til Íslendinga fyrir hönd kirkjunnar fyrir mikinn stuðning íslensku þjóðarinnar við menntun í landinu. Hann þakkaði forstöðumanni sendráðsins fyrir störf sendiráðsins við uppbyggingu samfélaga í Úganda á vegum íslenskra stjórnvalda.

Stephen Kaziimba tók við starfi yfirmanns kirkjunnar í Úganda fyrr á þessu ári, en hann er jafnframt biskup í Kampala. Hann fæddist í Buikwe héraði, helsta samstarfshéraði Íslands í Úganda, og kvaðst sjálfur hafa upplifað þær miklu jákvæðu breytingar sem orðið hafa síðustu árin þegar hann heimsótti gamla heimaþorpið istt, Gulama.

„Mér hlýnaði um hjartarætur þegar ég sá allar endurbæturnar á gamla skólanum mínum sem hefur þjónað þorpinu í áratugi. Nú uppfyllir hann öll gæðaviðmið um menntastofnanir en það felur í sér mikla hvatningu til barnanna í þorpinu að ganga menntaveginn,“ sagði Stephen Kaziimba í heimsókninni.

Kirkjan í Úganda stofnaði fjóra af hverjum tíu skólum í landinu og rekur þá með stuðningi stjórnvalda en í landi þar sem 77% þjóðarinnar er yngri en 25 ára er viðvarandi skortur á fjármagni til skólastarfs.

Finnbogi Rútur Arnarsson starfandi yfirmaður sendiráðsins kynnti Ísland í stuttu máli, rakti helstu áherslur Íslands í alþjóðlegri þróunarsamvinnu og fór yfir helstu verkefni Íslands í fiskisamfélögum í Úganda.

  • $alt

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll
6. Hreint vatn og hreint
17. Samvinna um markmiðin

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta