Hoppa yfir valmynd
14. júní 2021 Matvælaráðuneytið

Niðurstöður um úthlutun á WTO tollkvóta á landbúnaðarafurðum fyrir tímabilið 1. júlí 2021 til 30. júní 2022

Þriðjudaginn 25. maí 2021 rann út umsóknarfrestur um tollkvóta vegna innflutnings á nauta-, svína-, kinda-, geita- og alifuglakjöti, unnum kjötvörum, smjöri og ostum og eggjum fyrir tímabilið 1. júlí 2021 til 30. júní 2022.

Samtals bárust sextán umsóknir frá aðilum um tollkvótann. Til útboðs kom á tollkvótum á nauta-, svína- og  alifuglakjöti, unnum kjötvörum og ostum þar sem umsótt magn var meira en það magn sem í boði var á grundvelli reglugerðar nr. 541/2021.

Samtals bárust sextán gild tilboð í tollkvótann.

Átta tilboð bárust um innflutning á nautgripakjöti, samtals 289.000 kg á meðalverðinu 119 kr./kg.  Hæsta boð var 351 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 95.000 kg. á meðalverðinu 249 kr./kg.

Sex tilboð bárust um innflutning á svínakjöti, samtals 119.000 kg á meðalverðinu 2 kr./kg.  Hæsta boð var 13 kr./kg en lægsta boð var 0 kr./kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum um innflutning á 64.000 kg. á meðalverðinu 3 kr./kg.

Tvær umsóknir bárst um innflutning á kinda- eða geitakjöti, samtals 45.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 345.000 kg.

Ellefu tilboð bárust um innflutning á kjöti af alifuglum, samtals 414.500 kg á meðalverðinu 75 kr./kg.  Hæsta boð var 200 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 59.000 kg á meðalverðinu 143 kr./kg.

Sex umsóknir bárust um innflutning smjöri, samtals 40.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 53.000 kg.

Ellefu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á ostum, samtals 346.000 kg á meðalverðinu 165 kr./kg. Hæsta boð var 527 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg. Tilboðum var tekið frá átta fyrirtækjum um innflutning á 119.000 kg á meðalverðinu 367 kr./kg.

Fimm umsóknir bárust í tollkvóta vegna innflutnings á eggjum og afurðum þeirra, samtals 51.000 kg. Ekki kom til útboðs þar sem umsóknir náðu ekki því magni sem í boði var eða 76.000 kg.

Tíu tilboð bárust í tollkvóta vegna innflutnings á unnum kjötvörum, samtals 276.000 kg. á meðalverðinu 262 kr./kg. Hæsta boð var 623 kr./kg en lægsta boð var 1 kr./kg.  Tilboðum var tekið frá fimm fyrirtækjum um innflutning á 86.000 kg á meðalverðinu 457 kr./kg.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur úthlutað tollkvótum til eftirtalinna fyrirtækja á grundvelli tilboða og/eða umsókna þeirra:

Nautgripakjöt fyrir tímabilið júlí 2021 - júní 2022

Magn (kg)  

Tilboðsgjafi

31.500

Ekran ehf

20.000

Garri ehf

25.000

Innnes ehf

12.000

Kjötmarkaðurinn ehf  

6.500

Sælkeradreifing ehf


Svínakjöt fyrir tímabilið júlí 2021 - júní 2022

Magn (kg)  

Tilboðsgjafi

10.000

Ekran ehf.

10.000

Innnes ehf

27.333

Mata hf

10.000

Krónan hf

5.000

Samkaup hf

1.667

Stjörnugrís ehf


Kinda- og geitakjöt fyrir tímabilið júlí 2021 - júní 2022

Magn (kg)  

Tilboðsgjafi  

40.000

Ekran ehf

5.000

Samkaup hf


Alifuglakjöt fyrir tímabilið júlí 2021 - júní 2022

Magn (kg)  

Tilboðsgjafi

10.000

Ekran ehf

14.000

Innnes ehf

13.500

Kjarnafæði hf

1.500

Mata hf

20.000

Stjörnugrís ehf  


Smjör fyrir tímabilið júlí 2021 - júní 2022

Magn (kg)  

Tilboðsgjafi

1.000

Aðföng

4.000

Danól ehf

10.000

Innnes ehf

10.000

Krónan hf

10.000

Natan & Olsen hf  

5.000

Samkaup hf


Ostur fyrir tímabilið júlí 2021 - júní 2022

Magn (kg)  

Tilboðsgjafi

35.000

Aðföng

10.000

Garri ehf

40.000

Innnes ehf

18.000

Krónan hf

5.000

KFC ehf

909

Mjólkursamsalan ehf  

10.000

Nathan & Olsen hf

91

Nautica ehf


Fuglsegg fyrir tímabilið júlí 2021 - júní 2022

Magn (kg)  

Tilboðsgjafi  

11.000

Danól ehf

10.000

Ekran ehf

20.000

Innnes ehf

5.000

Krónan hf

5.000

Samkaup hf


Unnar kjötvörur fyrir tímabilið júlí 2021 - júní 2022

Magn (kg)  

Tilboðsgjafi  

35.000

Aðföng

20.000

Danól ehf

12.000

Ekran ehf

10.000

Krónan hf

9.000

Samkaup hf

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sþ: 15 Líf á landi

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta