Hoppa yfir valmynd
15. febrúar 2011 Innviðaráðuneytið

Áætluð úthlutun vegna þjónustu við fatlaða 2011

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnendar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 4. febrúar sl. um áætlaða úthlutun almennra framlaga sjóðsins vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011, sbr. 7. gr. reglugerðar nr. 1066/2010.

Forsendur áætlunarinnar byggjast á greiningu á skiptingu framlaga ríkisins vegna þjónustu við fatlað fólk árið 2010. Tekið er tillit til viðbóta og tilfærslna milli fjárlagaliða sem áttu sér stað á árinu 2010 og fram koma í greinargerð með frumvarpi til fjárlaga árið 2011.

Að teknu tilliti til áætlunar um ráðstöfunarfjármagn Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga leggur ráðgjafarnefnd sjóðsins til að úthlutað verði almennu framlagi samtals að fjárhæð 7.833.246.000 kr. til þjónustusvæða/sveitarfélaga á árinu 2011 vegna þjónustu við fatlað fólk. Í tillögugerð nefndarinnar er gert ráð fyrir að viðbótarframlag fáist frá ríki vegna greiðslna til sveitarfélaga í janúarmánuði 2011. Gangi áætlun nefndarinnar um ráðstöfunarfjármagn sjóðsins á árinu ekki eftir verður úthlutun framlaga til þjónustusvæða/sveitarfélaga aðlöguð að fjármagni til ráðstöfunar vegna verkefnisins.

Framlögin koma til greiðslu mánaðarlega og taka mið af innkomnum tekjum sjóðsins af 0,95% hlutdeild hans í staðgreiðsluskilum viðkomandi mánaðar.

Önnur framlög úr Jöfnunarsjóði vegna þjónustu við fatlað fólk á árinu 2011 renna til Fasteignasjóðs Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, breytingakostnaðar, notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar, lengdrar viðveru fatlaðra grunn- og framhaldsskólanemenda og fleira.

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta