Ný ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga
Innanríkisráðherra hefur með tilvísun til 15. gr. laga, nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, skipað ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem starfa skal fram að næstu sveitarstjórnarkosningum.
Í nefndinni sitja fimm menn, einn skipaður af ráðherra án tilnefningar og fjórir samkvæmt tilnefningu stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Formaður nefndarinnar er Guðmundur Bjarnason, fyrrv. bæjarstjóri í Fjarðabyggð og varaformaður skipaður með sama hætti er Jórunn Einarsdóttir, bæjarfulltrúi í Vestmannaeyjabæ.
Af hálfu Sambands íslenskra sveitarfélaga eru eftirtaldin skipuð í nefndina:
Aðalmenn: Bjarni Jónsson, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Skagafirði,
Björk Þorsteinsdóttir, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ,
Hermann Jón Tómasson, bæjarfulltrúi í Akureyrarkaupstað,
Þórunn Egilsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Vopnafjarðarhreppi.
Varamenn: Halla Sigríður Steinólfsdóttir, sveitarstjórnarmaður í Dalabyggð,
Bryndís Haraldsdóttir, bæjarfulltrúi í Mosfellsbæ,
Árni Rúnar Þorvaldsson, bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Hornafirði,
Albertína Elíasdóttir, bæjarfulltrú í Ísafjarðarbæ.
Nefndin kom saman til fyrsta fundar síðastliðinn föstudag, 18. febrúar.
Á myndinni eru frá vinstri: Elín Pálsdóttir, forstöðumaður Jöfnunarsjóðs, nefndarfulltrúarnir Björk Þorsteinsdóttir, Bjarni Jónsson, Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra og nefndarfulltrúarnir Þórunn Egilsdóttir, Guðmundur Bjarnason og Hermann Jón Tómasson.