Hoppa yfir valmynd
9. mars 2011 Innviðaráðuneytið

Uppgjör á framlagi til sveitarfélaga vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingagjalds

Innanríkisráðherra hefur samþykkt tillögu ráðgjafarnefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga frá 4. mars síðastliðnum  um uppgjör á framlagi vegna endurgreiðslu á hækkun tryggingagjalds á árinu 2010.

Við lokaumræðu fjárlaga fyrir árið 2010 var ákveðið að Jöfnunarsjóður sveitarfélaga fengi sérstakt viðbótarframlag að fjárhæð 1.200 milljónir króna til greiðslu á framlagi til sveitarfélaga vegna hækkunar á launakostnaði þeirra í kjölfar hækkunar á tryggingagjaldi um 1,65 prósentustig eða úr 7,0% í 8,65%.

Sérstakar vinnureglur voru settar um úthlutun og greiðslur framlagsins. Á grundvelli þeirra var við áætlanagerð um  úthlutun framlagsins stuðst við upplýsingar frá embætti ríkisskattstjóra um staðgreiðsluskil sveitarfélaga á tryggingagjaldi vegna launa sem greidd voru á tímabilinu janúar - desember 2009.

Framlagið vegna mánaðanna janúar til nóvember var greitt til sveitarfélaganna með jöfnum greiðslum, 100 milljónir í hvert sinn. Við hverja greiðslu var haldið eftir 5% geymslufé.

Á grundvelli upplýsinga frá embætti ríkisskattstjóra um staðgreiðsluskil sveitarfélaga á tryggingagjaldi vegna launa sem greidd voru á tímabilinu janúar - desember 2010  og  að teknu tilliti til endanlegs fjármagns til ráðstöfunar, samtals að fjárhæð 1.411 milljónir króna, hefur úthlutun framlagsins til sveitarfélaga verið tekin til endurskoðunar og uppgjör farið fram.

 

 

Efnisorð

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta