Hoppa yfir valmynd
18. nóvember 2019 Mennta- og barnamálaráðuneytið

Opnir kynningarfundir um Menntasjóð námsmanna

Haldnir verða opnir kynningarfundir um nýtt stuðningskerfi fyrir námsmenn í vikunni. Frumvarp um Menntasjóð námsmanna, sem mennta- og menningarmálaráðherra mælti nýlega fyrir á Alþingi, felur í sér grundvallarbreytingu á fyrirkomulagi námsstuðnings hér á landi. Í því felst meðal annars að lánþegar fá 30% niðurfærslu af höfuðstól námsláns ef þeir ljúka námi innan ákveðins tíma og námsmenn með börn á framfæri beinan stuðning í stað lána áður.

Fundirnir verða sem hér segir:
Í Stúdentakjallaranum, þriðjudagskvöldið 19. nóvember kl. 20
Í Háskólanum á Akureyri, föstudaginn 22. nóvember kl. 15.
Kynningarfundir er einnig fyrirhugaður í Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og Háskólanum á Bifröst (tímasetningar auglýstar síðar).

Fundirnir eru skipulagðir í samstarfi við Landssamtök íslenskra stúdenta og nemendafélög háskólanna.

Efnisorð

Heimsmarkmiðin

4. Menntun fyrir öll

Hafa samband

Ábending / fyrirspurn
Ruslvörn
Vinsamlegast svaraðu í tölustöfum

Ef um er að ræða áríðandi erindi til borgaraþjónustu utanríkisráðuneytisins þá skal senda póst á [email protected]

Upplýsingar um netföng, símanúmer og staðsetningu ráðuneyta